Saga - 2012, Page 28
Bretlandi einbeita sér að enskri, velskri, skoskri og írskri sögu og
miklu fleiri þeirra beina sjónum sínum, eða að minnsta kosti hluta
af tíma sínum og kröftum, að hnattrænni sögu og sögu svæða utan
Evrópu. Sam kvæmt nýlegri at hug un ástunda um 84% sagnfræðinga í
Bretlandi nær eingöngu eða mestmegnis sögu Stóra-Bretlands, megin -
lands Evrópu og Banda ríkjanna, og langflestir takmarka sig raunar
eingöngu við evrópska sögu. Þetta vanda mál er reyndar til staðar víða
í Evrópu. Of margir sagn fræðingar í þessum heimshluta virð ast
hneigjast til þess að staðsetja sjálfa sig gagnvart for tíðinni líkt og
nítjánda öldin stæði enn og hnattrænt forræði væri enn okkar!
Takmörkuð fjárráð útskýra þetta að hluta, en ekki að öllu leyti.
Ólafur Rastrick: Yfirgripsmikil verk ykkar á sviði sögu Breska
heimsveldisins hafa með mismunandi hætti fengist við sagnfræði
sem gróflega má setja í samhengi eftirlendufræða (e. postcolonial
studies) og tengja þeirri tegund menningarsögu sem að einhverju
marki varð fyrir áhrifum frá riti Edwards Said, Orientalism. Svo ég
beini spurningu minni til þín, David Cannadine, þá hefur þú í skrif-
um þínum verið gagnrýninn á áherslu á þætti eins og texta, þekk-
ingu, tákn og sjálfsmynd, sem virðist hafa verið miðlæg í mörgum
nýlegum rannsóknum á heimsveldinu, og talað fyrir almennari eða
fjölbreyttari nálgun. Titill bókar þinnar, Ornamentalism: How the
British Saw Their Empire, virðist beinlínis vísa til bókartitils Saids.
Hvert var megininntakið í samræðu þinni í þessari bók við fræða -
samfélagið og hvernig finnst þér þetta svið hafa þróast síðan?
David Cannadine: Þegar ég skrifaði Ornamentalism var ritið bæði
hugsað sem virðingarvottur við Edward Said — en við höfðum
báðir starfað við Columbia-háskóla — og sem gagnrýnin viðbrögð
við Orientalism. Said var afburðafræðimaður á sviði bókmennta og
menningarrýni, en hann var ekki sagnfræðingur og það kemur
glöggt fram í skrifum hans. Hann bjó ekki yfir mikilli þekkingu á
sögu Bretlands á nítjándu öld eða Breska heimsveldinu. Það truflaði
mig að þær heimildir sem hann notaði virtust alls ekki vera settar í
fullnægjandi sögulegt samhengi. Mér virtist líka að þar sem hann
var svo upptekinn af spurningunni um kynþáttahyggju liti hann
nær alveg fram hjá spurningum um stétt, en þær hljóta jafnframt að
vera afar mikilvægar til að öðlast einhvern skilning á Bretlandi og
Breska heimsveldinu, en þó ekki endilega — og ég var ekki að
hvetja til þess — í marxískum skilningi. Að þessu leyti var
linda colley og david cannadine28
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 28