Saga - 2012, Síða 29
Ornamentalism framhald af bók minni Class in Britain [1998] og til-
raun til að innleiða stéttahugtakið í umfjöllun um sögu Breska
heimsveldisins. Þó svo að bókin virðist hafa ýft nokkrar póstkólóní-
alískar fjaðrir held ég að hún hafi náð þessu almenna markmiði
sínu. Ég hafði líka áhuga á því í Ornamentalism að vekja athygli á
hliðum heimsveldisins sem snerust um konunglega hirðsiði og
viðhöfn, sem voru — að vísu með ófullkomnum hætti — hafðir til
marks um einingu heimsveldisins og stigveldi. Í vissum skilningi
voru Bretar að sviðsetja heimsveldið. Margir beina nú sjónum sínum
einmitt að þessum álitaefnum og það er mjög uppörvandi. Í bókinni
leitaðist ég líka við að draga fram þá þverstæðu sem fólst í því að
Breska heimsveldið var að sumu leyti nýtt og frumlegt fyrirbæri
sem studdist við háþróuðustu tækni en var samtímis mjög upptekið
af þáttum sem virðast algjörar tímaskekkjur.
Ólafur Rastrick: Þið hafið tekist á við ævi einstaklinga í nokkrum
verka ykkar og þar gert tilraun til að draga upp mynd af sögunni,
jafnvel heimssögunni, í gegnum lífshlaup þeirra, eins og í bók þinni,
Colley, The Ordeal of Elizabeth Marsh:A Woman in World History, og
einnig í ævisögulegum skrifum þínum, Cannadine, sbr. Mellon: An
American Life (2006). Hvernig sjáið þið fyrir ykkur sambandið milli
einstaklinga á borð við Elizabeth Marsh og Andrew Mellon annars
vegar og almennari sögulegrar framvindu hins vegar? Finnst ykkur
sú leið að beina sjónum að einstaklingnum einfaldlega góð aðferð til
að segja sögu?
Linda Colley: Ég hef mikla unun af því að takast á við að skrifa mis-
munandi gerðir bóka og að beita mismunandi nálgun við skriftirnar.
Hvað varðar síðustu bók mína, The Ordeal of Elizabeth Marsh: A
Woman in World History, þá hafði mig lengi langað til að skrifa ævi-
sögulegt verk af einhverju tagi, en þó ekki um einhvern sem hefðin
hefur litið til sem þýðingarmikils sögulegs geranda. Það var alltaf
ætlun mín að Elizabeth Marsh yrði meira en ævisaga. Síðustu tvo ára-
tugina hef ég, eins og margir aðrir fræðimenn, fengið vaxandi áhuga
á mismunandi birtingarmyndum hnattrænnar sögu. Sú sögulega
aðferð sem þar er á ferðinni þróaðist upphaflega á grunni hagsögu
og af þeim sökum hefur áherslan í ritum á sviði hnattrænnar sögu,
eða heimssögu, verið mjög á greiningu viðfangefnisins og sagan
orðið óhlutstæð, ópersónuleg og fyrst og fremst beinst að körlum og
karllægri sögu um stríð, sigra, heimsvaldastefnu, landkönnuði,
bretar að heiman 29
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 29