Saga - 2012, Síða 36
ast hinni alþjóðlegu kvenfrelsisbylgju sem upp reis í Bandaríkjunum
og Evrópu á öndverðri 19. öld.
Kristín Ástgeirsdóttir hefur fjallað um stefnur og strauma í
íslenskri kvennabaráttu á árunum 1975–1985, svokölluðum kvenna-
áratug Sameinuðu þjóðanna.2 Áhrifum gömlu alþjóða-kvenna -
barátt unnar á baráttu íslenskra kvenna hafa hins vegar ekki verið
gerð sér stök skil fram að þessu, þótt bent hafi verið á þau í stöku
riti.3 Við vitum þó að erlendir kvenfrelsissinnar renndu hýru auga
til Íslands, enda var markmið þeirra að útbreiða boðskapinn sem
víðast og skapa alþjóðlegan öldugang sem enginn varnargarður
fengi staðist. Í júlímánuði árið 1895 stigu á land í Reykjavík þrjár
konur, útsendarar The World Woman’s Christian Temperance Union,
eða Hvítabandsins, eins og hið íslenska bindindisfélag kvenna var
kallað er það gekk til liðs við samtökin nokkru síðar. Það var fyrsta
íslenska félagið sem hnýtti bönd við alþjóðasamtök. Árið 1905 barst
ritstýru eina íslenska kvennablaðsins, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, bréf
frá forseta alþjóðasamtaka er kölluðu sig International Women
Suffrage Alliance. Bréfið varð afdrifaríkt fyrir íslenska kvennabaráttu,
eins og hér verður rakið.
Félagsvísindamenn og sagnfræðingar hafa lengi fjallað um félags-
hreyfingar og varpað fram kenningum um uppruna þeirra, tilgang
og einkenni, eins og Kristín Ástgeirsdóttir bendir á í tilvitnaðri grein.
Danski stjórnmálafræðingurinn Drude Dahlerup, sem verið hefur
afkastamikil í rannsóknum á gömlum og nýjum kvennahreyfingum,
heldur því fram að saga kvennahreyfinga sé bæði löng og samfelld
og falli illa að kenningasmíð í anda „New Social Move ment Theory“4
auður styrkársdóttir36
2 Kristín Ástgeirsdóttir, „„Þar sem völdin eru, þar eru konurnar ekki“, Kvenna -
ráðstefnur og kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna og áhrif þeirra á Íslandi
1975–2005“, Saga XLIV:2 (2006), bls. 7–49.
3 Sjá t.d. Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Íslands
1907–1992 (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1993), bls. 53–66 og 415–426;
Margrét Guðmundsdóttir, Aldarspor. Hvítabandið 1895–1995 (Reykja vík: Hvíta -
bandið 1995), bls. 11–28; Auður Styrkársdóttir, From Feminism to Class Politics.
The Rise and Decline of Women’s Politics in Reykjavík, 1908–1922 (Umeå: Umeå
University 1998), bls. 53–66.
4 Kenningar um „nýjar félagshreyfingar“ eru raktar til bandaríska stjórn-
málafræðingsins Ronald Inglehart, sem árið 1977 sendi frá sér bókina The Silent
Revolution (Princeton: Princeton University Press 1977). Þar þóttist hann greina
miklar breytingar í viðhorfum yngri kynslóða sem hefðu haft og myndu hafa
víðtæk áhrif á stjórnmálaskoðanir og félagshreyfingar sem ekki yrðu lengur
bundin stéttum.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 36