Saga - 2012, Page 38
Kvennabaráttan alþjóðavæðist
Algengt er að rekja upphaf kvenréttindabaráttu 19. aldar í Banda -
ríkjunum til fundar gegn þrælahaldi sem haldinn var í Lundúnum
árið 1840. Þar mættust karlar og konur beggja vegna Atlantsála til
þess að mótmæla þrælahaldi og leggja á ráðin um hvernig mætti
koma stjórnum Bandaríkjanna, Breska heimsveldisins og hinna
ýmsu landa Evrópu í skilning um skaðsemi og ranglæti þrælahalds.
Konum var meinað að sitja í aðalfundarsalnum og skipað í hliðar-
sali. Þær máttu hlusta á ræðurnar en engar flytja sjálfar. Þetta hafði
þau áhrif á bandarísku konurnar sem viðstaddar voru að árið 1848
boðuðu þær til fyrsta bandaríska kvenfrelsisfundarins í Seneca Falls
í Bandaríkjunum og birtu þar yfirlýsingu um frelsi kvenna.9
Í Evrópu var ástandið mjög misjafnt eftir löndum, enda þau mis-
langt á veg komin í iðnaðar- og lýðræðisátt. Upphaf skipulagðrar
samvinnu kvenna frá ýmsum löndum verður þó hér rakin til þriðju
heimssýningar Frakka, sem efnt var til í París árið 1878. Sýningar á
tækninýjungum og ýmsu því sem þótti merki um framfarir í hinum
vestræna heimi urðu tíðir atburðir á síðari hluta 19. aldar.10 Í París
var á árunum 1855–1900 efnt til fimm svokallaðra heimssýninga
sem löðuðu að sér mikinn mannfjölda. Í Lundúnum voru miklar
sýningar árin 1851 og 1867, og stórkostlegar sýningar voru haldnar
í Bandaríkjunum og Ástralíu á síðari hluta aldarinnar. Tækifærið
var gjarnan notað til þess að blása til funda og ráðstefna um hin
ýmsu mál á sýningarsvæðunum. Svo var einnig í París árið 1878;
friðarsinnar kölluðu aðra friðarsinna til borgarinnar, andstæðingar
þrælahalds boðuðu skoðanasystkini til fundar og enn aðrir sem
börðust í þágu verkamanna og réttinda þeirra.
Konur létu ekki sitt eftir liggja. Franskar kvenréttindakonur
boðuðu til kvennafundar, Congrès international de droit des femmes.
Hann sóttu konur og karlar frá Frakklandi og einnig öðrum lönd-
um.11 Ekki dugði minna en tvær vikur til þess að ræða þau málefni
auður styrkársdóttir38
9 Deborah Stienstra, Women’s Movements and International Organizations (Hounds -
mill: MacMillan 1994), bls. 47–48.
10 Jón Yngi Jóhannsson gerir nýlendusýningum, sem urðu eiginlega hluti af evr-
ópskri tísku á síðari hluta 19. aldar, skemmtileg skil í greininni „Af reiðum
Íslendingum“, Þjóðerni í þúsund ár? Ritstj. Jón Yngi Jóhannsson, Kolbeinn
Óttars son Proppé og Sverrir Jakobsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003), bls.
135–150.
11 Sjá Ulla Wikander, „International Women’s Congresses, 1878–1914: The
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 38