Saga - 2012, Síða 40
frjálslyndra manna í útlöndum.“14 Þótt óvíst sé hvort hið mikla rit
Theodore Stantons hafi ratað til Íslands vísar Páll hugsanlega í það
hér, enda var landið ekki einangrað og fréttir af stöðu kvenna bár-
ust bæði til þess og frá.
Íslenskar konur taka höndum saman
Fyrsta kvenfélagið á Íslandi var stofnað í Rípurhreppi í Skagafirði
árið 1869.15 Í fyrstu stefnuskrá félagsins kemur fram að það átti að
fjalla um hreinlæti og hverju væri mest ábótavant hjá félagskonum í
því tilliti, um bágindin í sveitinni og að minnka óþarfa kaup á því
sumri. Tveimur árum síðar var því meðal annars bætt við stefnu-
skrána að félagskonur skyldu reyna að viðhalda þjóðerni sínu eftir
megni, „sérílagi með tilliti til máls og klæðasniðs, og láta eigi börn
heita óþjóðlegum nöfnum“. Sömuleiðis skyldu konur koma sér upp
matjurtagörðum og stofna átti sjóð til kaupa á einhverri þarflegri
vinnuvél.
Næsta félagsstofnun íslenskra kvenna fór fram í Svínavatns -
hreppi í Húnavatnssýslu haustið 1874. Þá hittust átta konur og
undirrituðu lög þess, þar sem sagði m.a. að tilgangur félagsins væri
„að efla allskonar framför kvenna í Svínavatnshreppi, með skrift,
reikningi, þrifnaði, reglusemi í hússtjórn, barnameðferð, allri ullar-
vinnu, vefnaði, saumaskap, mjólkurmeðferð og matartilbúningi
yfirhöfuð, einnig hagfræðislegri meðferð á öllum heimilisföng-
um.“16
Augljóst má vera að sama kveikja hafi verið að skólastofnun
fyrir konur í Skagafirði og Húnavatnssýslu og var að stofnun kven-
félaganna, en kvennaskóli tók til starfa í Skagafirði árið 1877 og ann-
ar í Húnavatnssýslu árið 1879.17 Kvenfélög og kvennaskólar litu
dagsins ljós nær samtímis á Íslandi og spratt hvort tveggja af djúpri
þörf til að mennta konur og efla þeim dáð og samstöðu, í þeim sama
anda sem ýtti undir stofnun ýmissa framfara- og búnaðarfélaga í
auður styrkársdóttir40
14 Páll Briem, „Frelsi og menntun kvenna“ í John Stuart Mill, Kúgun kvenna,
(Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1997), bls. 328.
15 Sigríður Thorlacius, Margar hlýjar hendur. Ágrip af sögu Kvenfélagasambands
Íslands, héraðssambanda og félaga, sem það mynda (Reykjavík: Kvenfélaga sam -
band Íslands 1981), bls. 6–7.
16 Sigríður Thorlacius, Margar hlýjar hendur, bls. 7.
17 Sama heimild, bls. 8.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 40