Saga - 2012, Page 41
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 41
landinu. Þegar Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907
höfðu verið stofnuð 22 kvenfélög víðs vegar um landið og af marg-
víslegum toga.18 Á sama tíma höfðu verið stofnaðir fjórir kvenna-
skólar sem lifðu meira en einn vetur (fáeinar tilraunir höfðu mis-
tekist). Langflest félaganna voru af því tagi sem Sigríður Th.
Erlends dóttir kallaði „forstig kvenréttindafélaga“; þ.e. þau voru
ekki eiginleg kvenréttindafélög heldur vildu fyrst og fremst bæta
hag félagskvenna og annarra.19
Í Reykjavík var fyrsta félagið stofnað árið 1875, Thorvaldsens -
félagið, en það var ári eftir að Kvennaskólinn í Reykjavík tók til
starfa. Til ársins 1894 voru kvenfélög sem stofnuð voru í landinu
líknar- og bindindisfélög eða framfarafélög félagskvenna í einhverj-
um skilningi, jafnvel trúarleg félög. Markmið allra var að bæta hag
félagskvenna og annarra. Í upphafi árs 1894 varð breyting er Hið
íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík. Hvatinn var reyndar fjár-
öflun til styrktar stofnun háskóla á Íslandi. Í lögum þess sagði hins
vegar að félaginu væri ætlað að „auka réttindi kvenna á Íslandi og
að glæða áhuga þeirra á því að gæta fenginna réttinda og hagnýta
sér þau, enn fremur að efla menningu kvenna með samtökum og
félagsskap.“20 Kosningaréttur og kjörgengi voru ekki nefnd í lög-
unum, en ljóst er að félagið hafði þegar í upphafi pólitísk réttindi
kvenna að markmiði. Félagskonur brugðust enda skjótt við og
söfnuðu um 2000 undirskriftum um stjórnmálaréttindi kvenna árið
1895, er þær fréttir bárust að konungur hefði synjað frumvarpi um
kjörgengi kvenna til sveitarstjórna staðfestingar. Frávísun konungs
var studd þeim rökum að konur hefðu hvergi fengið slíkan rétt í
öðrum löndum Norður-Evrópu, og hefðu að auki sjálfar engar kröf-
ur gert um þessi efni á Íslandi.21 En staðreyndin var að lögin um
kosningarétt kvenna til sveitarstjórna árið 1882 voru sett áður en
18 Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 28.
19 Sama heimild, bls. 29. Um hin ýmsu félagaform kvenna á 19. öld og eðli þeirra
má lesa nánar í ritgerð minni „Forspjall“ í Kúgun kvenna, bls. 35–41. Um ólíkar
áherslur og markmið hinna ýmsu kvenfélaga sjá Sigríður Matthíasdóttir, Hinn
sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2004), bls. 184–194, og Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans
konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2011).
20 Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 23.
21 Stjórnartíðindi fyrir Ísland árið 1894. B-deild (Reykjavík 1894), bls. 201. Þetta kem-
ur fram í bréfi ráðgjafans fyrir Ísland til landshöfðingja 10. nóvember 1894.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 41