Saga - 2012, Qupperneq 42
skipulögð kvenréttindabarátta hófst hér á landi. Útlendingar fréttu af
stöðu og þróun kvenréttindamála á Íslandi áður en almenn vakning
varð meðal íslenskra kvenna í þeim efnum.
Frk. Bjarnason fra Isafjord
Sumarið 1888 efndi Kvindelig Fremskridtsforening í Danmörku til nor-
ræns kvenréttindafundar í Kaupmannahöfn í tengslum við mikla
iðnaðar- og landbúnaðarsýningu í borginni.22 Þar var fjallað um
stöðu kvenréttindamálsins í hverju landi um sig, kosningarétt
kvenna, friðarmálið sem málefni kvenna, bindindismálið sem mál-
efni kvenna, samkennslu telpna og drengja og stöðu vinnandi
kvenna.23 Kosningaréttur kvenna var sérstakur dagskrárliður. Þar
fluttu nokkrir gestir stuttar tölur um stöðu mála í sínu landi. Og hér
heyrðist rödd frá Íslandi: Fröken Bjarnason sté á stokk og sagði frá
Íslandi. Í samantekt blaðsins segir svo frá þessu:
Derefter fik Frk. Bjarnesen (Isafjord) Ordet. Hun skildrede Kvindens
Stilling paa Island. Hos dem havde Kvinden, saa vel den ugifte som
den gifte, Stemmeret til kommunale Valg, naar de havde fyldt deres
25de Aar, havde et uplettet Rygte og svarede Afgifter til Kommunen.
Tillige havde de Valgret ved Præstevalg. Kvindens Valgret blev ikke
brugt meget i de første Aar, men nu blev den brugt over hele Island.24
auður styrkársdóttir42
22 Mörg íslensk blöð skrifuðu um sýninguna, t.d. Norðurljósið, 11. tbl. 1888, bls.
42, og Þjóðviljinn 26. júní 1888, Ísafold 25. júní og 5. september 1888. Í Skírni birt-
ist löng grein um sýninguna í heftinu 1888, og þann 29. ágúst 1888 auglýsti Ísa-
fold „farbrjef með niðursettu verði“ með „Lauru“ fram og til baka til Kaup -
mannahafnar. Nokkurs pirrings gætti í hérlendum blöðum vegna þess að
íslenska sýningin þótti ákaflega léleg, en fyrir henni stóð danskur maður að
nafni A. Feddersen.
23 Dagskráin birtist í fyrsta tölublaði af riti félagsins, Hvad vi vil, nr. 1, 1888, bls.
7. (Tímaritið má nálgast rafrænt hér: http://www.kvinfo.dk/side/444/?action=
5&publikationid=2). Þarna voru tveir kynntir til sögunnar sem myndu tala um
Ísland, annars vegar Dr. Frideriksen sem var sagður mundu tala undir liðnum
„Afholdssagen som kvindesag“, eða bindindi sem kvennamál. Hann virðist þó
ekki hafa talað því ekki er vitnað til hans í þeirri löngu fundargerð sem birtist
í næstu tölublöðum. Mér hefur ekki tekist að hafa uppi á þessum manni. Sjá
einnig sænska blaðið Dagny, 8/9 häfte, 1888, bls. 192, um fundinn.
24 Hvad vi vil, nr. 2 1888, bls. 11. Konan var nefnd Bjarnesen í frásögn blaðsins en
í dagskrá fundarins var hún kynnt sem frk. Bjarnason. Á báðum stöðum var
hún kennd við Isafjord og var þar auðvitað átt við Ísafjörð. – Ath. að ekki var
rétt, eins og haft var eftir frk. Bjarnarson, að giftar konur hefðu kosningarétt til
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 42