Saga - 2012, Síða 43
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 43
Sú fröken Bjarnason sem kemur hér fyrst í hug er Camilla Bjarnar son
(síðar þekkt sem Camilla Torfason), sem var þá við nám við Trier-
menntaskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan stúdentsprófi, fyrst
íslenskra kvenna, ári síðar eða 1889.25 Camillu var meinaður aðgang-
ur að Lærða skólanum á Íslandi, eins og öðrum stúlkum, en kynja-
hömlum í skólagöngu hafði verið aflétt í Dan mörku árið 1875.
Camilla gat kosið til sveitarstjórnar 25 ára, ef hún ekki giftist og yrði
ekki vinnukona, en æðri menntastofnanir voru henni lokaðar á
Íslandi. Þetta var nokkuð sérkennileg staða. Því miður hafa bréf frá
Camillu ekki varðveist. Í þeim fáu æviþáttum þar sem hennar er
minnst hefur ekkert komið fram um þennan viðburð, og ekki held-
ur í skrifum um kvenréttindabaráttuna á Íslandi svo ég viti til. Hér
er þó ljóst að íslensk kona hóf upp raust sína í kvenréttindamálum á
erlendri grundu mun fyrr en hingað til hefur komið fram.
Frú Sigríður Magnússon í Cambridge
Kvennahreyfingin í Evrópu fór nú að verða bæði markvissari og
fjölmennari en áður hafði verið. Tveir geysifjölmennir alþjóðafundir
voru haldnir í París árið 1889 í tengslum við heimssýninguna miklu.
Var annar haldinn í júlí og var opinber, studdur af frönsku stjórn-
inni. Hann dró að sér fjölda karla og kvenna hvaðanæva úr heimin-
um. Þar var rætt um ýmis mál er talin voru snerta konur. Má þar
nefna samkennslu, líknar- og velgjörðarvinnu og félög kvenna,
stöðu kvenna fyrr á öldum, umráðarétt yfir börnum og efnahags -
stöðu giftra kvenna. Þennan fund sótti frú Sigríður Einarsdóttir frá
Brekkubæ í Reykjavík, sem gift var Eiríki Magnússyni, bókaverði í
Cambridge, og kenndi sig ávallt við mann sinn. Þar sem Sigríður
kom dálítið við sögu á alþjóðavettvangi kvenna næstu árin er rétt að
gera örlitla grein fyrir henni.
Sigríður Magnússon hafði kynnt íslenska tóvinnu og handa-
vinnu á sýningu Viktoríu drottningar í Lundúnum 1884 og á heims -
sýningunni í Lundúnum 1888.26 Veraldarvanar Evópukonur, sem
sveitarstjórna er hér var komið sögu. Þær einu sem höfðu réttinn voru ekkjur
og aðrar ógiftar konur sem stóðu fyrir búi eða áttu á einhvern annan hátt með
sig sjálfar, ef þær voru 25 ára og fylltu að öðru leyti öll skilyrði.
25 Sjá Björg Einarsdóttir, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna II (Reykjavík: Bókrún
1986), bls. 140.
26 Sjá grein eftir Ólafíu Jóhannsdóttur í Framsókn, 8. tbl. 1901, bls. 30.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 43