Saga - 2012, Page 46
ofannefndum fundi í París 1889.32 Í fundarlok ávarpaði hún sam-
kunduna fyrir munn danskra kvenna að áeggjan hr. Sveistrup, full-
trúa Dansk Kvindesamfund, að sögn blaðsins Kvinden og Sam -
fundet.33 Á þessum mikla fundi var Sigríður Magnússon frá Íslandi
gjaldgeng í hópi fremstu karla og kvenna hins vestræna heims er
talaði fyrir réttindum kvenna. Í henni birtust a.m.k. þrjár þjóðir:
Hún sótti fundinn fyrir hönd ensks félags, hún talaði fyrir munn
danskra kvenna og hún var alls staðar kynnt sem Íslendingur.
Sigríður Magnússon mun hafa setið í stjórn alþjóðasambands
sem stofnað var 1889 undir heitinu Union universelle des Femmes.
Annað verður að minnsta kosti ekki ráðið af lista yfir stjórnarkonur
sem birtist í fréttablaði þessa félagsskapar.34 Það var stofnað í kjölf-
ar fundar í París í júní 1889 sem nokkrar franskar konur boðuðu til
vegna óánægju með þann opinbera sem haldinn var í júlí. Óánægjan
stafaði einkum af því að á opinbera fundinum mátti ekki ræða kosn-
ingarétt kvenna35 — en það mál brann æ heitar á mörgum kvenrétt-
indakonum. Fundurinn var fjölsóttur; á setningarávarpið hlýddu
um 200 manns, mestmegnis þó innfæddir.
Tilraunir franskra kvenna og annarra áhugamanna um alþjóða -
samvinnu í Evrópu runnu skjótt út í sandinn, enda voru markmiðin
óljós. Fram á sviðið sté einnig öflugur keppinautur; konur í Banda -
ríkjunum gengu beint til þess verks að skipuleggja alþjóðasamvinnu
kvenna.36 Þær héldu ráðstefnu í Washington árið 1888 og buðu kon-
auður styrkársdóttir46
32 Women’s Penny Paper, 1. árg. nr. 41 (1889), bls. 6–7.
33 Kvinden og Samfundet, 5. árg. (1889), bls. 254 (blaðið má nálgast rafrænt hér:
http://www.kvinfo.dk/side/444/?action=5&publikationid=1). Women’s Penny
Paper getur þess að „Mrs. Magnusson (of Iceland)“ hafi ásamt fleirum þakkað
ráðstefnuhöldurum (1. árg. nr. 41, 1889, bls. 7).
34 Bulletine L’Union Universelle des Femmes: Revue Mensuelle, nr. 20 (1891), bls. 8–9.
(Ritið má aðeins nálgast rafrænt í lokuðum aðgangi: http://gerritsen.
chadwyck.com/marketing/index.jsp).
35 James F. McMillan, France and Women, 1789–1914. Gender, Society and Politics
(London, New York: Routledge 2000), bls. 193. Alli Trygg, ritstýra blaðsins
Hemmet och Samhället, lét þessa einnig getið í blaði sínu. Grein Alli Trygg var
þýdd og prentuð í danska blaðinu Hvad vi vil, 2. árg., nr. 20 (1889), bls. 242–243.
36 Athyglisverð er greining hinnar finnsku Alli Trygg á því hvers vegna banda-
rísku konurnar náðu forystunni í þessu efni; auk þess að stefna samhentar að
skýrum markmiðum ráði konurnar í Bandaríkjunum yfir því afli sem öllu lyfti
í samtímanum, þ.e. peningum til auglýsinga. Sjá Hvad vi vil, 2. árg., nr. 20
(1889), bls. 243.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 46