Saga - 2012, Side 48
um frá Evrópu til hennar. Þarna mættu 80 ræðumenn og 49 fulltrú-
ar frá 53 kvennasamtökum frá níu löndum: Danmörku, Banda -
ríkjunum, Englandi, Finnlandi, Frakklandi, Kanada, Indlandi, Ír -
landi og Noregi.37 Heimildir nafngreina fjórar forystukonur frá
Norðurlöndum.38 Ekki er þar íslenska konu að finna, hvorki frú
Magnússon frá Cambridge né aðrar. Á þessari ráðstefnu fæddust
alþjóðasamtökin International Council of Women, eða ICW eins og
þau voru oftast skammstöfuð.39 Þau voru stofnuð beinlínis til þess
að sameina krafta kvenna um ýmis baráttumál sem talin voru geta
höfðað til allra kvenna, bæði austan hafs og vestan.
Vorið 1893 boðuðu bandarísk kvennasamtök, að frumkvæði
ICW, til fundar í Chicago, en þar var þá haldin mikil heimssýning.
Nú sendu þær út boðsbréf til allra kvenfélaga og kvennasamtaka
sem þær þekktu til. Uppskeran varð í samræmi við það, því 126
félög kvenna frá 14 löndum sendu fulltrúa, sem voru alls 600 og þar
af helmingurinn erlendur.40 Þennan mikla heimsfund sótti Sigríður
Magnússon, nú á vegum The World Woman’s Christian Temperance
Union.41 Í blaðinu The Woman’s Tribune er tvisvar sinnum vísað í
ræður Sigríðar. Í annað skiptið ræddi hún um kosningarétt „of that
unfamiliar Danish colony, which was formerly a primitive repu-
blic“.42 Í hitt skiptið ræddi Sigíður einnig um kosningarétt íslenskra
kvenna og lét þess þá getið, að sögn blaðsins, að karlmenn væru þar
auður styrkársdóttir48
37 The Birth of the I.C.W. First International Women’s Conference (Washington D.C.:
Inernational Council of Women 1888, endurprentaðir valdir kaflar í Brüssel
1957), bls. 3. (Ritið er í gagnasafninu „Women and Social Movements, Interna -
tional“ á Landsbókasafni.)
38 Sjá grein Kristine Frederiksen í Kvinden og Samfundet, 12. árg., nr. 9 (1896), bls.
151–154. Einnig Karen Offen, European Feminisms, 1700–1950, bls. 157.
39 Women in a Changing World: The Dynamic Story of the International Council of
Women since 1888 (London: Routledge & Kegan Paul 1966), bls. 11–13. (Ritið
má nálgast í rafrænu safni Landsbókasafns „Women and Social Movements,
International“.)
40 The World’s Congress of Representative Women 15–22 May 1893, I–II. Ritstj. May
Wright Sewell (Chicago og New York: Rand McNally & Company 1894), bls.
1–5. (Bókina má nálgast rafrænt hér: http://www.archive.org/stream/worlds
congressr00sewagoog#page/n4/mode/2up).
41 The Woman’s Herald, 8. árg., nr. 14 (1894), bls. 217. Að sögn blaðsins hafði
Sigríður verið gerð að varaforseta Íslandsdeildar samtakanna og átti að stofna
þessa deild.
42 The Woman’s Tribune, 10. árg., nr. 35 (1893), bls. 140. (Blaðið má lesa í lokuðum
aðgangi: http://gerritsen.chadwyck.com).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 48