Saga - 2012, Side 49
að þröngva réttindum upp á konur sem þær kærðu sig ekki um.43
Eftir fundinn voru gefnar út tvær miklar bækur með öllum þeim
ræðum og erindum sem flutt voru. Í annarri þeirra á Sigríður Magn -
ússon kaflann „A Sketch of Home-Life in Iceland“.44 Eins og titill-
inn ber með sér fjallaði hún um heimilislíf á Íslandi, bæði innanhúss
og utan. Hún sagði einnig frá stúlknaskólanum sem hún hafði
stofnað en gekk illa að reka.45 Hún sagðist vera komin sérstaklega
til þess að selja safn sitt af gömlum, íslenskum silfurmunum og önn-
ur silfurverðmæti sín til að styðja við skólann. Hún benti á að
alheimssýningin hefði sæmt íslensku sýninguna tvennum verðlaun-
um, önnur fyrir ullarfatnað („wollen goods“) og hin fyrir silfur-
safnið. Í hinni bókinni á Sigríður kaflann „The Position of Women
in Iceland“.46 Þar sagði hún frá hinum mikla mun sem var á mennt-
unarmöguleikum pilta og stúlkna á Íslandi og skóla þeim sem hún
hafði komið á fót en orðið að leggja niður sökum fjárskorts.
Í blaðinu The Woman’s Tribune er að finna frásögn af því sem
kallað var „Íslenska sýningin“.47 Blaðamaðurinn hreifst mjög af
Sigríði: „one of the most interesting personalities to be found in the
Women’s Building“. Sigríður sagði frá erfiðleikum íslensku þjóðar-
innar og stofnun kvennaskóla. Upp úr dúrnum kom að fátækir
Íslendingar hefðu löngum sent henni silfur sitt til þess að selja í
útlöndum. Það hafi hún hins vegar ekki haft brjóst í sér til að gera,
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 49
43 The Woman’s Tribune, 10. árg., nr. 36 (1893), bls. 144. Sigríður er sennilega að vísa
til frumvarps um kjörgengi þeirra kvenna sem kosningarétt höfðu til sveitar-
stjórna, sem sr. Ólafur Ólafsson og Skúli Thoroddsen lögðu fyrst fyrir Alþingi
1891 og samþykkt var 1893 en konungur hafnaði. Margir sem hlynntir voru kosn-
ingarétti kvenna andmæltu kjörgengi þeirra með vísan til þess að menn urðu að
taka kjöri, en kosningar voru alls staðar óhlutbundnar á þessum tíma. Sumir
töldu að hér yrðu byrðar lagðar á konur sem óvíst væri að þær kærðu sig um.
44 Sigríður Magnússon, „A Sketch of „Home-Life in Iceland“, The Congress of
Women held in the Woman’s Building, World’s Columbian Exposition, Chicago,
U.S.A. 1893. Ritstj. Mary Kavanaugh Oldham Eagle (Chicago: Monarch Book
Company 1894), bls. 521–525. (Til á Landsbókasafni.)
45 Sigríður virðist hafa safnað fé nokkuð lengi áður en skóli hennar tók til starfa í
Mjóstræti í Reykjavík, svokölluðu „Vinaminni“, haustið 1891. Skólinn starfaði
hins vegar aðeins einn vetur og sagði Sigríður það vera vegna þess hversu fáar
stúlkur gátu greitt fullt verð fyrir skólavistina.
46 Sjá Sigríður E. Magnússon, „The Position of Women in Iceland“, The World’s
Congress of Representative Women 15–22 May 1893. Ritstj. May Wright Sewell,
bls. 770–773.
47 „Iceland’s Exhibit“, The Women’s Tribune, 10. árg. nr. 36 (1893), bls. 176.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 49