Saga - 2012, Page 50
heldur keypt sjálf það sem hún gat — en nú væri hún komin til að
selja það fyrir skólann. Hún sýndi einnig og seldi handverk, vettlinga
og sokka. Blaðamaður segir glaðværð Sigríðar og hinn skrítna
klæðnað hennar („quaint costume“) laða að sér fólk. Þótt Sigríður
hafi mætt á heimsfundinn fyrir hönd félags í Englandi, fór eins og á
fyrri heimsfundinum að hún var ávallt kynnt sem Íslendingur. Og á
sýninguna mætti hún í „skrítnum búningi“ sem verður að álykta að
hafi verið skautbúningurinn. Þannig undirstrikaði hún þjóðerni sitt.
Ekki verður annað sagt en að Sigríði Magnússon hafi verið vel
tekið á erlendri grundu og Íslandi sýndur talsverður áhugi. Sigríður
mætti til leiks fyrir hönd mjög framsækinna og skeleggra enskra
félaga og virðist hafa verið í metum meðal kvenfrelsissinna í
Englandi. Hún notaði tækifærið til að vekja áhuga á Íslandi, selja ull-
arvörur og íslenskt silfur fyrir kvennaskóla. Áhuginn á Íslandi átti
eftir að vaxa erlendis og sömuleiðis hin þjóðernislega skírskotun,
eins og nánar verður vikið að.
„Kæra frú Ásmundsson“
Þau félög sem gengu í International Council of Women (ICW) urðu að
skuldbinda sig til þess annars vegar að sækja ekki aðrar alþjóðlegar
ráðstefnur en þær sem ICW boðaði og hins vegar að boða ekki sjálf
til slíkra ráðstefna.48 Ritari samtakanna ferðaðist til margra landa í
Evrópu í því skyni að ná tali af forystukonum kvennasamtaka og fá
þau til að ganga í sambandið. Ritari og formaður voru óþreytandi í
bréfaskriftum og hvatningum og snemma var tekinn upp sá siður
að láta aðildarfélögin skila skýrslum um stöðu mála.49 Þannig náðu
samtökin skjótt yfirburðastöðu. Eftir aldamótin 1900 voru engar
alþjóðaráðstefnur kvenna haldnar í Evrópu nema undir merkjum
ICW eða þeirra samtaka sem eru mikilvægust hér: International
Women Suffrage Alliance, sem nú skal greint frá.
auður styrkársdóttir50
48 Sjá Ulla Wikander, „International Women’s Congresses, 1878–1914“, bls. 18.
Bandarísku konurnar höfðu ríka skipulagsgáfu og nýttu sér öll þau sambönd
sem þær mögulega höfðu. Þær komu því m.a. til leiðar, á Washington -
fundinum 1888, að Bandaríkjaforseti og frú hans hittu hópinn og sömuleiðis
nokkrir öldungadeildarþingmenn og konur þeirra. Þetta varð Alli Trygg tilefni
til þess að bera saman hlýlegar móttökur bandarískra ráðamanna annars veg-
ar og þögnina sem stafaði frá dönsku stjórninni. Sjá Hvad vi vil, 2. árg., nr. 20
(1889), bls. 242–243.
49 Women in a Changing World, bls. 18–24.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 50