Saga - 2012, Side 58
dýrðir. Fyrst var sungið og spilað og lesin upp kvæði, og síðan
dönsuðu börn ýmsa norræna þjóðdansa. Að því loknu var gengið til
borðs. Þar héldu danskar konur „ógrynni af löngum ræðum“, en
milli þess voru leikin á horn þjóðlög allra þeirra landa sem áttu
þarna fulltrúa, þar á meðal Íslands: „Þið þekkið fold með blíðri
brá“ (Jónas Hallgrímsson). Síðan héldu fulltrúar hvers lands ræðu.
Bríet þakkaði fyrir hönd íslenskra kvenna þá sæmd sem þeim væri
sýnd með því að taka hana með sem reglulegan fulltrúa, þótt hún
hefði ekki félag á bak við sig né hefði verið kosin að heiman sem
fulltrúi.
Skipulag þingsins vekur athygli, bæði af frásögn Bríetar í
Kvenna blaðinu og af lestri þingskýrslunnar.67 Mikið var lagt upp úr
hinni óformlegu dagskrá, enda var tilgangur þinganna ekkert síður
félagslegur en málefnalegur. Munu forystukonur alþjóðasamtaka
hafa verið einkar lagnar á þessum vettvangi.68 Meiningin var að
leiða saman konur sem gegndu eða gátu gegnt forystuhlutverkum
í sínum löndum, tengja saman og treysta vinabönd, skiptast á
upplýsingum og leiðbeiningum. Á þingum IWSA var leitast við að
fá eitthvert boð frá stjórn þeirrar borgar sem hélt þingið hverju
sinni og þingunum þannig léð nokkurs konar lögmæti. Lokaveislan
var ávallt eftirminnileg. Börn voru gjarnan leidd fram, og ungar
konur fóru í skrúðgöngu á opnunarhátíð þingsins í Búdapest árið
1913. Á þingunum var leitast við að draga fram það sem sameinaði
allar konur. Þjóðleg einkenni voru hent á lofti til að sýna að sam-
tökin næðu til fjölda ólíkra þjóða sem hér tækju höndum saman.
Þannig var skapað sameiginlegt tungumál sem þekkti engin landa-
mæri.
Bríet skautaði í skilnaðarveislunni í Kaupmannahöfn 1906, eins
og hún rakti í Kvennablaðinu. Hún gat þess þó að óþægilegt hefði
verið „að standa þannig sem sýningarmunur, heilt kvöld, bæði fyrir
auður styrkársdóttir58
67 Sjá International Woman Suffrage Alliance, Report of Second and Third Con -
ferences Berlin, June 3, 4, 1904, Copenhagen, Denmark, August, 7, 8, 9, 10, 11
(Kaupmannahöfn: Bianco Luno 1906). (Íslensku skýrsluna má lesa hér: http://
kvennasogusafn.is/?page=skyrsla-krfi).
68 Mineke Bosch, „Internationalism and Theory in Women’s History“, Gender and
History, 3. árg., nr. 2 (1991), bls. 137–146. Í Heimilisblaðinu, 2. árg., 18. tbl., 1895,
er á bls. 143–144 að finna athyglisverða frásögn af alheimsfundi bindindis-
kvenna í Lundúnum fyrr á árinu. Þar má sjá hvernig skipuleggjendur höfðuðu
til samstöðu fundarmanna með áhrifamikilli sýningu þar sem þjóðbúningar
komu við sögu.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 58