Saga - 2012, Page 62
og lítið þýðir að hafa frelsi í orði en ekki á borði. Til lítils er að hrópa
hátt á frelsið, en binda sjálfan sig jafnframt á klafa tildurs og tísku.82
En Bríet lét blaðaskrifin ekki nægja. Hún var félagi í og raunar einn
stofnenda Blaðamannafélagsins. Ekki er ólíklegt að hún hafi átt
frumkvæði að því að félagið gekkst fyrir borgarafundi í Reykjavík í
apríl 1907, þar sem samþykkt var með öllum atkvæðum að skora á
bæjarstjórnina að leggja fyrir alþingi frumvarp um almennan kosn-
ingarétt í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík fyrir bæði karla og
konur.83 Í framhaldi af fundinum boðuðu þingmenn Reykvíkinga
til þingmálafundar snemmsumars. Þar var samþykkt með 137 sam-
hljóða atkvæðum að fundurinn aðhylltist almennan kosningarétt
karla og kvenna.84 Í júlí kom svo á dagskrá neðri deildar Alþingis
frumvarp frá téðum þingmönnum Reykvíkinga þar sem gert var ráð
fyrir almennum kosningarétti karla og kvenna í bæjarstjórnarkosn-
ingum, og í lok ágúst var afgreitt frá Alþingi að konur kjósenda í
Reykjavík og Hafnarfirði fengju kosningarétt í bæjarstjórnarkosn-
ingum. Gleði Bríetar var að vonum mikil. Grein hennar um þessi
mál í Kvennablaðinu var einnig þrungin mikilli ábyrgðarkennd: „Nú
kemur til kasta vorra reykvísku kvennanna, að ganga á undan
öðrum konum landsins með að nota oss þessi tvöföldu réttindi,
kosningaréttinn og kjörgengið.“85 Bríet sagði að konur yrðu að
mæta margar á kjörfundinn (sem halda skyldi 24. janúar 1908) til
þess að ákveða hverjir skyldu sitja í bæjarstjórn næstu árin — og til
að koma konum inn í hana.
Bríet hafði fengið upplýsingar um það á þinginu í Kaupmanna -
höfn sumarið 1906 að í nokkrum löndum, þar á meðal í Noregi,
hefðu konur verið kjörnar í bæjarstjórnir og/eða skólanefndir, bæði
af listum karlmanna og af sérstökum kvennalistum. Lokaorð henn-
ar í Kvennablaðinu ríma vel við þann boðskap sem var að finna í
skýrslu hinnar áströlsku Vidu Goldstein á fundinum í Kaupmanna -
höfn. Vida sagði m.a.: „… I believe that no matter how ready men
may be to protect the interests of women and children, they cannot
do so effectively; because they cannot see such matters from the
auður styrkársdóttir62
82 Kvennablaðið, 13. árg., 9. tbl. 30. september 1907, bls. 66.
83 Sbr. Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 80.
84 Gísli Jónsson, Konur og kosningar. Þættir úr sögu íslenskrar kvennabaráttu (Reykja -
vík: Menningarsjóður 1977), bls. 55.
85 Kvennablaðið, 13. árg. 9. tbl. 30. september 1907, bls. 65.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 62