Saga - 2012, Síða 63
woman‘s point of view.“86 Í Kvennablaðið skrifaði Bríet: „En enginn er
öðrum sjálfur. Og einmitt reynslan sýnir, að karlmennirnir hafa
aldrei hingað til tekið eins mikið tillit til hagsmuna, hæfileika og
óska vor kvennanna, eins og sjálfra sín. Og það er af þeirri einföldu
ástæðu, að sá veit bezt hvar skórinn kreppir, sem ber hann.“87
Framhaldið er þekkt. Kvennalisti var borinn fram við bæjar-
stjórnarkosninguna í Reykjavík og vann stórsigur, fékk langflest
atkvæði allra lista og kom fjórum fulltrúum að. Hinn þrautskipu-
lagði undirbúningur vekur athygli. Kvenréttindafélag Íslands efndi
til fyrirlestra í desember og janúar um réttindi kvenna og réttar-
kröfur sem og bæjar- og sveitarstjórnarmál. Fundirnir voru mjög vel
sóttir.88 Ekki er að sjá að aðrir sem buðu fram við kosningarnar hafi
haldið fundi af þessu tagi. Konurnar skiptu bænum einnig í níu
hverfi og settu þrjár konur yfir hvert þeirra. Hlutverk þeirra var að
ná tali af hverri einustu atkvæðisbærri konu í bænum og heimsækja
hvert einasta heimili. Þessi aðferð var þekkt erlendis, t.d. í Bretlandi
og Bandaríkjunum, en ekkert kosningaafl hafði áður notað hana
hérlendis. Ekki er ólíklegt að Bríet hafi fræðst um bæði funda- og
heimsóknaraðferðina hjá alþjóðasamtökunum og komið hvoru
tveggja á framfæri hér heima. Konurnar létu einnig prenta auglýs -
inga plaköt, sem hægt var að líma á húsveggi og staura, þar sem
minnt var á listann.89 Það var hins vegar þekkt aðferð úr stjórn-
málalífi bæjarins.
Reykvískar konur báru fram lista til bæjarstjórnar á árabilinu
1908–1916. Konur á Akureyri gerðu slíkt hið sama árin 1910, 1911 og
1921, og á Seyðisfirði var borinn fram kvennalisti árið 1910. Ég hef
fjallað um baráttumál kvennanna í bæjarstjórn Reykjavíkur á öðrum
vettvangi.90 Hér verður aðeins bent á að þau voru í fullu samræmi
við þá mæðra- og framfarahyggju sem konur á meginlandinu og í
Bandaríkjunum, sem voru virkar í félagsmálum af einhverju tagi,
„mér fannst eg finna sjálfa mig …“ 63
86 International Women Suffrage Alliance, Report of Second and Third Conferences,
bls. 64.
87 Kvennablaðið, 13. árg., 9. tbl. 30. september 1907, bls. 66.
88 Sjá Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 86–87.
89 Eintak er varðveitt í svokölluðu smáprenti á þjóðdeild Landsbókasafns
Íslands−Háskólabókasafns.
90 Sjá Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur
1908–1922 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1994).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 63