Saga - 2012, Page 64
aðhylltust og unnu eftir á þessum árum.91 Stefnumálin voru vissu-
lega mörg og margvísleg. Flest félög og félagasamtök kvenna áttu þó
þá skoðun sameiginlega að konur hefðu sérstöðu innan þjóðfélags-
ins og að hana mætti og jafnvel ætti að nýta öllu mannkyni til fram-
dráttar. Hið hefðbundna hlutverk kvenna sem mæðra og húsmæðra
var notað til þess að endurskilgreina stöðu kvenna í samfélaginu og
skapa þeim leið að samfélagslegum völdum. Markmiðið var að
skapa nýja veröld — veröld þar sem allir þegnar kæmu að
ákvörðunartöku. Kvenna var þörf í þeirri umsköpun einmitt af því
að þær voru konur og mæður — ekki þrátt fyrir það. Vestur-Íslend-
ingurinn Margrét J. Benedictsson, sem gaf út blaðið Freyja í Selkirk á
árunum 1898–1910, orðaði þessa hugsun á kjarngóðri íslensku í blaði
sínu árið 1908, í grein er hún nefndi „Að búa til múrsteina án efn-
is“:92
Það, að móðureðli konunnar komi á nokkurn hátt í bága við hluttöku
hennar í stjórnmálum er svo fjarstætt, að þá fyrst er konan situr við hlið
mannsins, og semur með honum þau lög, er hún og börn hennar skuli
hlíta, hefir hún hálminn, sem útheimtist til að gjöra úr múrsteina í varn-
argarð þann sem henni er ætlað að byggja kringum ungdóminn og
heimili sín, til þess að vernda þau fyrir ranglátum lögum og yfirgangi
annara manna — karlmannanna, sem álíta sig konunnar höfuð eins og
Kristur er höfuð safnaðanna.
Verkefni Kvenréttindafélagsins, bæði eins sér og í samstarfi við önn-
ur félög kvenna, áttu einnig mörg hver erlendar hliðstæður. Stofnun
lesstofu kvenna árið 1908 og síðan Lestrarfélags kvenna árið 1911
áttu sér til dæmis fyrirmynd í hinni dönsku Kvindelig læseforening,
sem áður var minnst á. Sama gildir um barnaleikvöll þann sem
Kvenréttindafélag Íslands lét búa til á Grettisgötu og gaf bæjarstjórn
árið 1915; slíkir vellir áttu sér langa sögu á meginlandinu. Félagið
kom á fót Vinnumiðstöð kvenna árið 1931, en slíkar vinnumiðlanir
voru alþekktar erlendis, og hér á landi var til staðar vinnumiðlun
auður styrkársdóttir64
91 Sjá Auður Styrkársdóttir, „Mæðrahyggja: frelsisafl eða kúgunartæki?“, Íslensk-
ar kvennarannsóknir. Erindi flutt á ráðstefnu í október 1995. Ritstj. Helga Kress og
Rannveig Traustadóttir, bls. 272–278 (Reykjavík: Háskóli Íslands og Rann -
sókna stofa í kvennafræðum 1995), einkum bls. 275–276. Sjá einnig Sigríður Th.
Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 29–30.
92 Freyja, 10. árg., 6.–7. tbl. 1908, bls. 143–144. Um Margréti J. Benedictsson sjá
Björn Jónsson, Fyrsti vestur-íslenski feministinn. Þættir úr baráttusögu Margrétar
J. Benedictsson (Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar 2007).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 64