Saga - 2012, Side 68
Sæmd og sjálfstæðisyfirlýsing í Stokkhólmi
Dóttir Bríetar, Laufey Valdimarsdóttir, og Inga Lára Lárusdóttir,
sem báðar voru við nám í Kaupmannahöfn, sóttu þingið í Stokk -
hólmi fyrir hönd Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gat ekki styrkt
þær og urðu ungu konurnar því að kosta ferðina milli borganna
sjálfar. Þær fengu hins vegar gistingu á sænskum heimilum og
morgun verð og miðdagsverð á Hótel Grand, „fínasta hóteli borg-
arinnar“.103 Laufey flutti skýrslu Kvenréttindafélagsins á þinginu.
Við það tækifæri hlutu íslensku fulltrúarnir alveg sérstakar mót-
tökur: „received a special welcome as they appeared wearing the
national costume with the golden crowns and white veils over their
long hair“, sagði löngu síðar um þennan atburð sem hefur greini-
lega orðið gestum minnisstæður vegna búninganna.104 Það er ljóst
að Bríet og Laufey, og raunar fleiri íslenskar konur, gerðu sér far
um að skera sig úr á erlendri grundu með því að klæðast skaut-
búningi eða öðrum íslenskum búningi og sýna þannig stoltar
þjóðerni sitt.
Þær mæðgur kunnu vel að meta að alþjóðasamtökin skyldu
leggja áherslu á að íslenskar konur gengju inn sem sjálfstæð deild
og viðurkenna þannig þjóðerni þeirra. Að sögn Kvennablaðsins sagði
Laufey Valdimarsdóttir frá því í fyrirlestri, sem hún hélt í Reykjavík
eftir fundinn, að við hvert tækifæri hefði Ísland verið talið með sem
fimmta ríki Norðurlanda. Því ættum við Íslendingar ekki að venj -
ast.105 Kvennablaðið hafði áður sagt frá því að yfir 7000 manns hefðu
mætt á norrænan skólafund í Stokkhólmi, konur og karlar, sem flest
voru eitthvað viðriðin kennslu eða kennslumál. Ýmsir íslenskir
kennarar sóttu fundinn, en þeim var ekki boðið að taka þátt í hon-
um nema á vegum dönsku nefndarinnar „og urðu þeir sem fóru á
þann hátt algerlega að koma fram sem danskir menn.“106 Bríet sagði
lítt skiljanlegt hvernig íslenskir kennarar gætu gert sér þetta að
góðu. Eftir fundinn í Stokkhólmi 1911 benti Bríet á að Kvenréttinda -
félag Íslands gerði sitt til að kynna landið í útlöndum með því að
senda skýrslur til allsherjar-kvennaþings sem hafi verið prentaðar
auður styrkársdóttir68
103 Kvennablaðið 17. árg. 8. tbl. 31. ágúst 1911, bls. 57.
104 Adele Schreiber and Margaret Mathieson, Journey towards Freedom. Written for
the Golden Jubilee of the International Alliance of Women (Kaupmannahöfn: Inter -
national Alliance of Women 1955), bls. 16.
105 Kvennablaðið 17. árg. 8. tbl. 31. ágúst 1911, bls. 57.
106 Kvennablaðið 16. árg. 9. tbl. 24. september 1910, bls. 67.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 68