Saga - 2012, Qupperneq 82
reipi, tveir klifberar með reiðskap, langviðarsög gömul og brostin.
Skip var til sexróið, fúið og lélegt, en líka bytta með tveimur árum,
gömul og lek. Veiðarfæri voru fúnar selanætur og lítið notuð kópa -
nót, stjóratog sjö faðma langt, lávaður alfær, tvær lávaðssóknir og
lávaðstré, vafalaust til hákarlaveiða. Selspik var til í hálfa aðra
tunnu lýsis og tveir fjórðungar af selskinni. Að skráningu lokinni
taldi hreppstjóri víst að Jón ætti að geta haldist við búskap, enda
væru þrjú elstu börnin „komin svo til létta að menn bjóðast til að
taka þau fyrir matvinnunga“.6 Skipti eftir Guðrúnu fóru fram 15.
apríl. Eftir að skuldir upp á nærri hundrað dali höfðu verið greidd-
ar og kostnaður við útförina, uppskriftina og skiptin dreginn frá
stóðu eftir 230 rd. 38 sk. Jón fékk helminginn. Af hinum helmingn-
um fékk ríkissjóður hálfa prósentu, samkvæmt tilskipun frá 1792
(sjá hér á bls. 94), og var arfahlutur bræðranna því 32 rd. 72 sk. en
systurnar fengu hálfu minna eða 16 rd. 36 sk.7 Slík skipting arfs var
lögboðin til ársins 1850 (sjá bls. 95).
Hér hefur tveimur dánarbúum verið lýst og koma sambærilegar
upplýsingar fram í öllum hinum; sum voru fátæklegri, önnur rík-
mannlegri en flest í meðallagi eins og þessi. Í slíkum skyndimynd-
um birtast lífshættir þjóðarinnar nákvæmar og skýrar en í öðrum
ritheimildum sem leyfa greiningu á lífskjörum, svo sem búnaðar -
skýrslum og dómabókum. Skrár þessar veita allt að því hlutkennda
sýn á þá muni sem einstaklingar og fjölskyldur höfðu í kringum sig
og þær má tengja við „eiginlega“ gripi sem til eru á minjasöfnum.
Fáir fræðimenn hafa notað þessi gögn, þótt vert hefði verið, og næg-
ir að nefna að í stórvirki Lúðvíks Kristjánssonar um sjávarhætti
koma dánarbúsuppskriftir ekki við sögu. Í nýlegu yfirlitsriti sem
geymir fjölda greina um verkmenningu 19. aldar (sjósókn, tóskap,
klæðnað, útskurð og fleira) er ekki heldur minnst á dánarbú.8 Viða -
már jónsson82
6 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Þingeyjarsýsla ED2/8. Dánarbú 1845–1847, örk 1, bl. 21:
Guðrún Illugadóttir, uppskrift 27. mars 1845.
7 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Þingeyjarsýsla ED1/2, 2. Skiptabók Norðursýslu 1842–
1847, bl. 67v–68v; Þingeyjarsýsla GA/2, 3. Dómabók Norðursýslu 1842–1852,
bl. 27v.
8 Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir. Fimm bindi (Reykjavík: Menningar -
sjóður 1980–1986); Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Ritstj. Árni
Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2004).
Sama á við um greinasafnið Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930. Ritað mál, mennt-
un og félagshreyfingar. Ritstj. Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson (Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 2003).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 82