Saga - 2012, Page 83
mesta athugun dánarbúsuppskrifta til þessa fór fram á sjöunda ára-
tug síðustu aldar, en árið 1968 birti Sólrún B. Jensdóttir tímaritsgrein
um bókaeign á heimilum í Austur-Húnavatnssýslu fyrstu áratugi
19. aldar, byggða á húsvitjunarbókum og dánarbúsuppskriftum.
Þremur árum síðar lauk Sólrún við ritgerð um bókaeign á landinu
öllu á síðari hluta 18. aldar, einkum meðal lærðra manna, og gerði
vandaða grein fyrir varðveislu skiptagagna á tímabilinu.9 Er skaði
að ritgerðin skuli ekki hafa verið gefin út. Í tímaritsgrein árið 2002
gerði Christina Folke Ax úttekt á eftirlátnum eigum 105 einstaklinga
í Reykjavík og næsta nágrenni árin 1770–1836 og birti merkilega
töflu yfir valda búsmuni, svo sem kaffikönnur, vasaúr og pils, í því
augnamiði að svara spurningum um ólík menningarsnið og félags-
lega skiptingu.10 Í bók um prestssetrið Laufás við Eyjafjörð árið 2004
tengdi Hörður Ágústsson úttektir á bæjarhúsum hugvitsamlega við
upplýsingar úr dánarbúum um rúmstæði og sængurföt frá árunum
1776–1848, auk þess sem hann gerði grein fyrir búsgögnum og
bókaeign presta og landseta þeirra.11 Hrefna Róbertsdóttir vísar til
dánarbúa tveggja sýslumanna um framleiðslu og notkun á vefn -
aðar vöru.12
Sagnaritarar héraða og bæja hafa líka gripið í dánarbúsupp-
skriftir, fyrstur líklega Vigfús Guðbrandsson í sögu Eyrarbakka, sem
kom út árið 1945. Þar er rakið dánarbú Tómasar Þorsteinssonar árið
1754 og fleiri nefnd.13 Í samantekt um jarðir og ábúendur í Sléttu -
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 83
9 Sólrún B. Jensdóttir, „Bókaeign Austur-Húnvetninga 1800–1830“, Árbók Lands -
bóka safns Íslands 1968, bls. 142–166; Bókaeign almennings á Íslandi 1750–1800.
Þriðjastigsritgerð í íslensku við Háskóla Íslands 1971.
10 Christina Folke Ax, „Menningarmunur á Íslandi í lok 18. aldar“, Saga XL
(2002), bls. 83–86. Í doktorsritgerð ári síðar bar hún saman klæðaburð fólks af
ólíkum stigum, sjá De uregerlige. Den islandske almue og øvrighedens reform-
forsøg 1700–1870. Doktorsritgerð, Københavns universitet 2003, bls. 32–34,
182–183 og 268. Í BA-ritgerð um klæðaburð Íslendinga árin 1770–1840 studdist
Margrét Gunnarsdóttir við fjögur dánarbú en nýtti að öðru leyti einkum frá-
sagnarheimildir: Íslensk ull eða útlent kram? Klæðaburður Íslendinga á árun-
um 1770–1840. BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 1995, bls. 43–44.
11 Hörður Ágústsson, Laufás við Eyjafjörð. Staðurinn (Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag 2004), bls. 239, 243–246 og 291–298.
12 Hrefna Róbertsdóttir, Wool and Society. Manufacturing Policy, Economic Thought
and Local Production in 18th-century Iceland (Göteborg: Makadam Publishers
2008), bls. 186n, 269n og 328n.
13 Vigfús Guðbrandsson, Saga Eyrarbakka I (Reykjavík: Víkingsútgáfan 1945), bls.
107, 121–122 og 128.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 83