Saga - 2012, Side 85
Erlendis hafa fræðimenn nýtt dánarbúsuppskriftir og önnur
skiptagögn allt frá því fyrir miðja síðustu öld. Fyrst var það á
Englandi við rannsóknir á sögu landbúnaðar og í Svíþjóð við athug-
anir á bókaeign, en á miklu fleiri sviðum og víðar frá því um 1970,
ekki síst í umfjöllun um efnismenningu og hversdagsneyslu.19 Árið
1980 kom út í Hollandi greinasafn um rannsóknir á dánarbúum,
einkum í Vestur-Evrópu, og þremur árum síðar var sérhefti tíma-
ritsins Material History Bulletin helgað viðamikilli athugun á dánar-
búsuppskriftum í Québec frá lokum 18. aldar til miðrar 19. aldar.20
Fyrir ferðarmestar eru þó athuganir á því sem á ensku nefnist
„standard of living“ eða „level of convenience“ og er úrval hluta þá
talið í sem flestum dánarbúsuppskriftum, hundruðum ef ekki
þúsundum, og metin dreifing og þróun í átt til aukinna þæginda og
velmegunar. Einkum er miðað við munaðarvöru, til dæmis spegla,
klukkur og ofna, gjarnan með ógnvekjandi talnaflóði og tilheyrandi
tölfræðilegu skekkjumati í því skyni að útbúa traustan mælikvarða,
svonefndan „amenities index“. Lítið fer fyrir einstaklingum og oftar
en ekki ríkir óþarflega nútímalegt sjónarhorn, til dæmis þegar beitt
er hugtökum á borð við neyslubyltingu („consumer revolution“) og
reynt að grafast fyrir um það hvernig allt upphófst sem við nú
búum við.21 Hættan er þá sú að ekki verði komist undan því að
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 85
19 Nægir að benda á greinasöfnin Consumption and the World of Goods. Ritstj. John
Brewer og Roy Porter (London og New York: Routledge 1994) og Material
Culture: Consumption, Life-style, Standard of living. Ritstj. Anton J. Schuurman
og Lorena S. Walsh (Milano: Università Bocconi 1994).
20 Probate Inventories. A New Source for the Historical Study of Wealth, Material
Culture and Agricultural Development. Ritstj. Ad van der Woude og Anton
Schuurman (Utrecht: Hes Publishers 1980); „Conditions and Society in Lower
Canada: Post Mortem Inventories“, Material History Bulletin 17 (1983); franskt
heiti: Bulletin d’histoire de la culture matérielle. Heftið er aðgengilegt á vefslóð
The Canadian Museum of Civilization: www.civilization.ca/app/DocRe
pository/1/explore/publications/bibliography/pub017.pdf [skoðað 9.2.2012].
21 Lois Green Carr, „The Standard of Living in the Colonial Chesapeake“, The
William and Mary Quarterly. Third Series 45:1 (1988), bls. 135–159; Paul G.E.
Clemens, „The Consumer Culture of the Middle Atlantic, 1760–1820“, The
William and Mary Quarterly. Third Series 62:4 (2005), bls. 577–624. Yfirlit yfir
rannsóknir af þessu tagi, ekki sérlega greinargott, er hjá Per Hallén,
Levnadsstandarden speglad i boupptäckningar. Göteborg Papers in Economic
History no. 9, November 2007; fáanlegt á slóðinni gupea.ub.gu.se/handle/
2077/7475 [skoðað 30.1.2012]; sbr. Peter H. Lindert, „An Algorithm for Probate
Sampling“, Journal of Interdisciplinary History 11:4 (1981), bls. 649–668.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 85