Saga - 2012, Qupperneq 88
menn reyndar farnir að halda sérstakar skiptabækur um miðja 17.
öld og á sjöunda áratug þeirrar aldar voru skipaðir sérstakir skipta-
skrifarar í flestum héruðum. Í Danmörku eru til skiptabækur frá
lokum 16. aldar í nokkrum kaupstöðum og í fjölda héraða eftir
miðja 17. öld líkt og í Noregi.30 Á Íslandi var lengi vel litið á arfa-
skipti sem einkamál fjölskyldna. Vissulega gera reglur Jónsbókar
frá 1281 ráð fyrir því að gætt sé réttar ómyndugra og fjarverandi
erfingja, en ekki er getið skráningar á eftirlátnum eigum fólks eða
varðveislu skjala þar að lútandi.31 Stopul gögn hafa þó geymst. Til
er skiptabréf eftir séra Ketil Jörundsson í Hvammi árið 1676, sem
þó tekur einungis til jarðeigna hans; sama gildir um skipti eftir séra
Torfa Jónsson í Gaulverjabæ og konu hans, Sigríði Halldórsdóttur,
árið 1691.32 Einkum eru gögn til hafi deilur spunnist um verðmat
eða eignarhald yfir einstökum gripum. Má nefna ágreining svil-
anna Páls Vídalíns lögmanns og Snæbjarnar Pálssonar um eikar-
stokk og sögubækur tengdamóður þeirra, Ástríðar Jónsdóttur á
Mýrum í Dýrafirði. Fyrir vikið var færð til bókar mögnuð skrá yfir
lausafé hennar, sem var gerð 4. september 1719, fimm dögum eftir
að hún lést. Eins er til nákvæm uppskrift á dánarbúi Gísla Jóns -
sonar, sýslumanns í Mávahlíð á Snæfellsnesi, árið 1715.33 Áhrifa frá
Norsku lögum gætir líka í tilmælum Markúsar Bergs sonar sýslu-
manns til Sigmundar Sæmundssonar 30. maí 1718, með vísun í lög-
in, um „að nú væri strax á þessum degi í sinni nærveru og erlegra
manna uppskrifað allt það fé sem Sæmundur sálugi Magnússon
hefði eftir sig látið, svo sjá mætti hvað mikið að Árna Sæmunds -
syni, sem ekki er kominn til sinna fullmyndugra ára, öðlast kynni í
már jónsson88
30 Harald Winge, „Lovgivningen om offentlig skifte“, Skiftene som kilde — en artik-
kelsamling. Ritstj. Liv Martinsen (Ósló: Norsk lokalhistorisk Institutt 1996), bls.
9–10, 13; Charlotte Appel, Læsning og bogmarked i 1600-tallets Danmark (Kaup -
mannahöfn: Museum Tusculanums Forlag 2001), bls. 663–667; Bøndeskifter fra
Smørum og Lille herred 1644–48. Útg. Jørgen H. Andersen (Kaupmanna höfn:
Landbohistorisk Selskab 1984), bls. vii–ix.
31 Jónsbók. Lögbók Íslendinga. Már Jónsson tók saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan
2004), bls. 134–140.
32 Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir. Gunnar F. Guðmundsson bjó til prentunar
(Reykjavík: Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn 1993), bls. 4 og 12.
33 Til merkis mitt nafn. Dómabækur Markúsar Bergssonar sýslumanns Ísafjarðarsýslu
1711–1729. Már Jónsson tók saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2002), bls.
174–178; Eiríkur Guðmundsson, Jón Árni Friðjónsson og Ólafur Ásgeirsson,
Sjávarbyggð undir Jökli. Saga Fróðárhrepps I (Akranes: Átthagafélag Fróðárhrepps
1988), bls. 177–180.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 88