Saga - 2012, Side 90
fráfellur og lætur eftir annaðhvort ómynduga, eður fráverandi, eður
útlenda, eður öngva erfingja; þá skulu þeir, sem í því húsi eru, hvar
þess burtdauða góss og eigur finnast, strax gefa sama staðar yfir-
valdi andlegu eður veraldlegu það til vitundar undir tilbærilegar
sektir.“ Yfirvöldum bar að láta innsigla búið í viðurvist erfingja og
setja eignirnar í geymslu, en þó ekki það sem þurfti með til útfarar-
innar og annað sem var nauðsynlegt svo að hægt væri að halda
búinu í rekstri. Allt skyldi „uppskrifast og virðast“ (5-2-1). Hér eru
tvö meginatriði. Annars vegar er afmörkun tilkynningaskyldu við
þá sem létu eftir sig ómynduga eða fjarverandi erfingja, eða enga
erfingja; hins vegar uppskrift og virðing eigna. Neðanmáls útskýrði
Magnús að eftir íslenskum lögum (og átti við Jónsbók) teldu sumir
að ómagaaldur væri fimmtán eða sextán ár, en að flestir miðuðu við
að karlmaður væri „ei úr ómegð fyrr en hann er 20 vetra“. Það átti
jafnframt við um ekkjur, en hvort sama gilti um ógiftar konur var að
hans mati háð samþykki „næstu náunga“, það er feðra, bræðra,
frænda. Í Norsku lögum kæmu aftur á móti fram ólík sjónarmið um
karla, sem á einum stað teldust ómyndugir til 18 ára aldurs og á
öðrum til 25 ára aldurs, en ógiftar og giftar konur yrðu aldrei mynd -
ugar, bara ekkjur.
Frestur til að skrifa upp og virða dánarbú tók í Norsku lögum
mið af því að maki fengi að sitja þrjátíu daga í óskiptu búi. Þá áttu
„meðfylgislausar persónur“ að skrifa það upp, ásamt skuldum, að
viðstöddum „þeim myndugu nærverandi erfingjum og þeirra
ómyndugu og fráverandi fjárhaldsmönnum og frændum“ (5-2-3).
Kæmu erfingjarnir ekki í tæka tíð skyldi geyma arfinn á ábyrgð yfir-
valda, en lausafé sem gat skemmst eða valdið kostnaði átti að selja
sem fyrst (5-2-5). Magnús útskýrði að þetta væri gert „utanlands við
auctioner, sem hér í landi eru ei algengar“. Að skuldum og kostnaði
frádregnum átti að skipta því sem eftir var á milli erfingja „og skýrir
lóðseðlar gjörast um það, sem hvör á að hafa af búinu“. Magnús
nefnir seðlana öðru nafni „hlutaskjöl“. Þar var arfur hvers og eins
skráður nákvæmlega. Að lokum átti að gera „eitt fullkomið rétt
skiptabréf“ þar sem allar upplýsingar voru tilgreindar: uppskrift og
virðing, skuldir á báða vegu og lóðseðlar (5-2-15). Þessi gögn tóku
erfingjarnir. Ekki er getið skiptabóka í þessum ákvæðum en útskýrt
í blálok erfðakaflans að amtmenn skuli vera skiptaforvaltarar meðal
leikmanna en prófastur og tveir prestar meðal kennimanna: „Og
skulu nefndir skiptaforvaltarar hafa eina bók, hvar í uppskrift af öll-
um skiptabréfum, sem útgefin eru, skulu innfærast“ (5-2-91).
már jónsson90
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 90