Saga - 2012, Page 91
Magnús hafði áður útskýrt að á Íslandi væru sýslumenn skiptaráð -
endur og hefði amtmaður tilsjón með þeim (5-2-17). Ekki gerir hann
skiptabækur að umtalsefni en hóf sjálfur að nota eina slíka árið 1782
(sjá hér á bls. 93).
Í sérstakri tilskipun fyrir Noreg 21. apríl 1731 var skýrt kveðið á
um innsiglaðar skiptabækur sem skyldi afhenda stiftamtmanni
þegar þær voru fullskrifaðar. Jafnframt áttu skiptaráðendur í lok
hvers árs að senda honum ágrip allra skiptabréfa.38 Leiðbeiningar
voru gefnar út um gerð skiptabóka og annarra embættisbóka í
Danmörku 9. apríl 1783, en þær voru ekki sendar til Íslands.39
Áhrifa frá þessum fyrirmælum gætir þó í harðorðu bréfi Hans
Christoph Levetzows stiftamtmanns á Íslandi til yfirboðara sinna í
Kansellíinu í Kaupmannahöfn 27. september 1786, þar sem hann
fullyrðir að vanhöld séu á því að aðstandendur tilkynni dauðsföll
og að sýslumenn sinni ekki verðlitlum dánarbúum.40 Hann lagði til
nokkrar ráðstafanir:
1. Væru erfingjar ómyndugir, fjarverandi eða óþekktir og andlát
ekki tilkynnt strax eða skipti ekki haldin á réttum tíma, sama
hversu lítilfjörlegt dánarbúið væri, skyldi sekta skiptaráð -
anda um 10–50 ríkisdali.
2. Forfallaðist sýslumaður bar honum, í stað þess að láta búið
bíða, að skipa tvo hreppstjóra til að skrá búið og skipta því á
staðnum gegn greiðslu, nema búið væri þeim mun stærra.
Sýslumaður ætti þó að ganga frá öllum pappírum.
3. Engin skipti mættu bíða lengur en sex vikur frá uppskrift
dánarbús, nema óviðráðanlegar hindranir kæmu upp. Innan
fjögurra vikna frá skiptum ættu skiptaráðendur að afgreiða
skiptabréf og lóðseðla, að viðlagðri 10 dala sekt.
Kansellí afréð 24. mars 1787 að biðja um álit Stefáns Þórarinssonar
amtmanns á Norður- og Austurlandi á þessum tillögum. Hann
svaraði 15. ágúst og kannaðist ekki við lýsingu Levetzows. Van -
ræksla af því tagi sem stiftamtmaður lýsti gat ekki hafa farið fram
hjá honum og ekki hefði hann þagað hefði hann orðið hennar var.
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 91
38 Harald Winge, „Lovgivningen om offentlig skifte“, bls. 20; Lovsamling V, bls.
565n.
39 Lovsamling IV, bls. 700–702.
40 ÞÍ. KA 37. Innkomin bréf september-desember 1786, mappa 14: 27. september
1786.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 91