Saga - 2012, Page 92
Það væri líka undarlegt að sýslumenn og prófastar vanræktu skipti
því þeir höfðu tekjur af þeim. Ekki höfðu erfingjar eða skuldunaut-
ar látinna manna heldur kvartað. Sektir á bilinu 10–50 ríkisdalir
væru alltof háar og tímasetningar sem Levetzow lagði til væru
óraunhæfar vegna fjarlægðar á milli staða, ekki síst um vetur. Ekki
væri heldur hægt að ljúka skiptum fyrr en um fardaga ef bústofn og
jarðnæði voru í húfi. Engra ráðstafana var þörf, fullyrti Stefán, en
lagði þó til að í árslok myndu sýslumenn senda amtmanni og pró-
fastar biskupi ágrip allra skiptabréfa og jafnframt skrá yfir skipti í
vinnslu, líkt og gert væri í Noregi samkvæmt tilskipun 21. apríl
1731. Lauritz Thodal, fyrrverandi stiftamtmaður, tók í sama streng,
en 23. desember 1787 óskaði Kansellí eftir áliti hans. Í svari sínu 13.
maí 1788 kannaðist hann ekki frekar en Stefán við þá „uorden“ sem
Levetzow gerði að umtalsefni, og hefðu hlutirnir þá mátt breytast
mikið á stuttum tíma frá því hann lét af störfum. Á þeim fimmtán
árum sem hann var stiftamtmaður hefði hann enga kvörtun fengið
um vanrækslu eða rangsleitni, og því væri ekki ástæða til aðgerða.
Þó tók hann undir tillögu Stefáns um árlega skýrslugerð. Kansellí lét
sannfærast og útskýrði fyrir Levetzow 16. ágúst 1788 að tillögur
hans hentuðu ekki, nema að því leyti að skiptabréf skyldi gefa út
innan sex vikna frá lokum skipta. Í samræmi við tilskipun 21. apríl
1731 skyldi hann sjá til þess að sýslumenn sendu amtmanni og pró-
fastar biskupi skrá yfir skiptabréf og skipti sem væru til með -
ferðar.41
Levetzow hafði reyndar skrifað Kansellíi annað bréf 9. október
1787 og kann að hafa lesið álitsgerð Stefáns, því hann tilkynnti að
hann hefði farið fram á það við sýslumenn í Suðuramti að þeir í lok
árs sendu sér ágrip af öllum skiptum. Hann vildi að þetta yrði gert á
öllu landinu, enda boðið í Danmörku og Noregi. Það samþykkti
Kansellí 5. apríl 1788 þannig að bréf þess í ágúst var lítið annað en
endurtekning. Með fyrra bréfinu fylgdi eyðublað ætlað sýslumönn-
um:
A. Um skipti sem var lokið átti að skrá upplýsingar um nafn
hins látna, hvenær þau hófust og hvenær þeim lauk, nöfn
ómyndugra erfingja og aldur þeirra við upphaf skipta,
upphæð arfs hvers og eins, hvar arfurinn var geymdur og
hverjir önnuðust hann.
már jónsson92
41 Lovsamling V, bls. 564–565.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 92