Saga - 2012, Síða 93
B. Um skipti sem ekki var lokið átti að skrá nafn hins látna og dag-
setningu andláts, hvenær skipti hófust og hvenær auglýst var
eftir skuldum, hvenær uppboð var haldið, hverjir varðveittu
féð og hvers vegna skiptin töfðust, auk aldurs erfingja.42
Hin nýja skipan birtist í erindisbréfi sem Ólafur Stephensen amt -
maður í Vesturamti gaf út 12. júní 1789 fyrir Odd Vídalín, nýskip -
aðan sýslumann Barðastrandarsýslu. Þar kemur fram að við arfa-
skipti meðal almennings eigi að fara eftir Norsku lögum og skuli
senda amtmanni skrá í tvíriti yfir lokin og ólokin skipti í árslok,
samkvæmt eyðublöðum Kansellís. Eiginleg skiptabók er ekki nefnd
en tekið fram að Oddur eigi að taka við öllum gögnum hjá forvera
sínum, þar á meðal „Justits-, Skjöde-, Pante- og Skifte Protocoller“.43
Oddur stóð sig ekki vel í þessu efni; fyrst 10. janúar 1800 sendi hann
skýrslur áranna 1794–1799 en hafði árið áður tvívegis lofað öllu
fögru.44 Aðrir sýslumenn á Vesturlandi, svo sem Magnús Ketilsson
í Dalasýslu og bróðir hans Guðmundur í Mýrasýslu, gerðu betur og
skiluðu skiptaskýrslum eftir hver áramót.45 Magnús hafði stofnað til
sérstakrar skiptabókar árið 1782 og vottaði Ólafur hana á alþingi 22.
júlí 1789, með áritun um „Flid og Agtpaagivenhed“ sýslumanns; var
þá búið að skrifa 141 af 318 blaðsíðum bókarinnar.46 Elsta áritun í
skiptabók sem fundist hefur er aftur á móti gerð í Möðruvalla -
klaustri 30. júní 1786, er Stefán Þórarinsson vottaði nýja bók Þing -
eyjarsýslu og líklega þá fyrstu.47
Tilskipun um arfaskipti í Danmörku frá 12. febrúar 1790 var
ekki send til Íslands frekar en leiðbeiningarnar sjö árum fyrr. Þar
segir að skiptaráðendur skuli halda „ordentlige Skifte-Protocoller“
sem yfirboðarar þeirra ættu að staðfesta: „hvilke af Övrigheden bör
være igjennemdragne, forseglede og authoriserede“. Til bráða -
birgða mátti festa saman skiptabréf sem til voru, setja blaðsíðutöl
og draga í gegn, en síðan innsigla heftið, sem þá varð ígildi skipta -
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 93
42 Sama heimild, bls. 517–518.
43 Sama heimild, bls. 626, 629.
44 ÞÍ. Vesturamt I, 2. Bréfadagbók 1796–1802: nr. 720 (16. janúar 1799), 839 (19.
september 1799), 887 (10. janúar 1800).
45 ÞÍ. Vesturamt I, 2. Bréfadagbók 1796–1802: nr. 156, 366, 532, 713, 885, 1034,
1159 og 1261 (Magnús); 143, 348, 552, 707, 871, 1017, 1139 og 1290 (Guð -
mundur). Skýrslur Magnúsar liggja ekki með bréfum til amtmanns en skýrslur
Guðmundar undir þessum númerum í Vesturamti III 28–39. Bréf 1795–1803.
46 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Dalasýsla ED1/3, 4. Skiptabók 1782–1804.
47 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Þingeyjarsýsla ED1/8, 1. Skiptabók 1784–1793.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 93