Saga - 2012, Qupperneq 94
bók ar.48 Tilskipunin mun hafa stuðlað að fjölgun skiptabóka hér-
lendis, því Stefán Þórarinsson vottaði eina slíka fyrir Húnavatns -
sýslu 17. desember 1791 og aðra fyrir Eyjafjarðarsýslu 15. ágúst 1793
en Ólafur Stephensen glæsilega skiptabók Rangárvallasýslu 8. októ-
ber 1793.49 Í Skagafirði aftur á móti, svo að einungis eitt dæmi sé
tekið, hélt Jón Espólín sýslumaður áfram að raða saman stökum
skiptum í hefti og bækur allt til ársins 1808.50
Tvær tilskipanir um gjaldheimtu af dánarbúum og skiptum
hertu á eftirliti jafnt amtmanna sem danskra stjórnarskrifstofa með
skiptagjörningum sýslumanna, og fyrir vikið varð enn nauðsynlegra
fyrir þá að gæta þess að þeir hefðu öll gögn hjá sér. Með tilskipun
12. september 1792 var komið á gjaldi af arfi sem aðrir en beinir
afkomendur fengu, eða eins og textinn hljóðar á dönsku: „som
falder til Arveladerens Beslægtede i Sidelinier eller og andre uden
Slægtskab med hine“. Það nam 4% af upphæð eftir skuldir („den
beholdne Arv“) nema dánarbúið væri undir 100 ríkisdölum að
virðingu. Margþættar undantekningar voru gerðar, sem ekki skipta
máli hér, en skýrt kveðið á um að niðurstöðuna skyldi færa í
„Skifteprotocol“. Viku síðar var áréttað að enda þótt Ísland væri
oftast undanþegið aukagjöldum ætti þetta gjald að leggjast á þar
ekki síður en í Færeyjum og Finnmörku. Niðurstaðan var kynnt á
alþingi sumarið 1793.51 Með tilskipun 8. febrúar 1810 um gjald af
söluandvirði jarða og arfi var síðan gengið enn lengra í skattheimtu,
því framvegis skyldi taka hálft prósent af öllum arfi eftir skuldir, en
þó ekki af því sem eftirlifandi maki hélt eða höfuðlóði: „den Hoved -
lod, sem efterlevende Ægtefælle eier“. Þessi ráðstöfun kemur fram
í skiptum eftir Guðrúnu Illugadóttur (sjá bls. 82). Tekið er fram að
myndugir erfingjar sem skiptu arfi sjálfir skyldu telja upphæðina
fram og borga af henni. Tilskipunin frá 1792 um 4% gjald var áfram
í gildi þegar það átti við.52 Ýmsar ráðstafanir næstu árin hreyfðu við
már jónsson94
48 Lovsamling V, bls. 664–665.
49 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Húnavatnssýsla ED1/1, 1. Skiptabók 1792–1806; Eyja -
fjarðar sýsla ED1/3, 4. Skiptabók 1793–1802; Rangárvallasýsla ED1/2, 2. Skipta -
bók 1794–1810.
50 Skagfirsk skiptagögn 1773–1809 eru söfn frumrita og afrita, sjá ÞÍ. Sýslu skjala -
safn. Skagafjarðarsýsla ED 1/1, 2–5, en skiptabók áranna 1808–1821 er vottuð
10. júní 1808, sjá ED 1/2, 1.
51 Lovsamling VI, bls. 39–44, 47; Alþingisbækur XVII. Útg. Gunnar Sveinsson
(Reykjavík: Sögufélag 1990), bls. 116.
52 Lovsamling VII, bls. 349–354.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 94