Saga - 2012, Page 97
Á 19. öld létust 162 þúsund Íslendingar og má ætla að um 75 þúsund
þeirra hafi verið eldri en 25 ára.57 Talning úr skiptabókum leiðir í ljós
að til eru einhverjar upplýsingar um arfaskipti eftir 23 þúsund ein-
staklinga frá 19. öld. Það er nálægt þriðjungi allra fullorðinna sem lét-
ust, eða svipað hlutfall og fræðimenn hafa komist að um Noreg.58
Niðurstaðan sést í töflu 1, sem tekur líka til 18. aldar. Miðað er við ein-
staklinga og þeim skipt eftir kyni. Sérstakur dálkur sýnir hlutfall
kvenna af heildinni, að jafnaði 38 af hundraði með nokkrum sveifl-
um, en aldrei undir fjórðungi. Fyrirfram hefði reyndar mátt ætla að
ekki væri mikill munur á skiptingu kynja, því lögin gengu jafnt yfir
alla, og hér skal einungis nefnd sú hugsanlega skýring að fleiri kon-
ur en karlar hafi verið algjörlega eignalausar. Þetta krefst nákvæmari
athugunar með liðsinni fleiri heimilda en dánarbúa og skiptabóka.
Varðveittum skiptum fór fjölgandi um og eftir aldamótin 1800,
þegar komin var regla á færslu skiptabóka og geymslu gagna af
hálfu sýslumanna. Flest urðu skiptin áratugina 1831–1870 og má
ætla að frá þeim áratugum séu varðveittar upp lýsingar um nærri
því helming fullorðinna sem létust. Eftir 1870 fór skiptum fækkandi
á ný og enn frekar eftir setningu nýrra skiptalaga árið 1878. Dreifing
eftir landshlutum sést í töflu 2 og er miðað við hálfrar aldar bil. Ekki
er mikill landshlutamunur á kynjum, svo að því sé haldið til haga,
en hæst var hlutfall kvenna á Norðurlandi (40%) og lægst á Vestur -
landi (35%).
Tafla 2. Fjöldi arfaskipta eftir landshlutum
1741–1800 1801–1850 1851–1900 Samanlagt
Austurland 185 1266 1552 3003
Suðurland 492 4647 4349 9488
Vesturland 156 2271 2573 5000
Norðurland 727 3548 2752 7027
Í s l a n d 1560 11732 11226 24518
Heimildir: Sjá töflu 1.
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 97
57 Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, Hagskinna. Sögulegar hagtölur
um Ísland. Geisladiskur (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1997): töflur 2.2c og 2.40.
Aldursskipting látinna er aðeins til frá 1838.
58 Alan Hutchinson, „Skifter: kildekritiske synspunkter“, Skiftene som kilde, bls.
32; Finn-Einar Eliassen, „Korn og kram, kapital og kreditt. Handelsvirksomhet
i og omkring byer belyst ved skiftemateriale“, Skiftene som kilde, bls. 68.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 97