Saga - 2012, Síða 100
upplýsingar liggi fyrir um eftirlátnar eigur að minnsta kosti 20
þúsund manns. Það er álitlegur efniviður fyrir fræðimenn. Heildar -
sýn fæst þó ekki fyrr en gerð hefur verið leitarbær skrá yfir öll tiltæk
arfaskipti, þar sem fram koma nöfn og nauðsynlegar dagsetningar,
andvirði hvers dánarbús og niðurstaða um það hvaða gögn eru til í
hverju tilviki. Sú vinna stendur yfir í samvinnu höfundar og Þjóð -
skjalasafns.
Lokaorð
Tilurð þeirra heimilda sem nú hafa verið kynntar er ekki háð tilvilj-
unum, eins og rakið var í umfjöllun um lagalegar forsendur. Dánar -
búsuppskriftir og önnur skiptagögn eru hins vegar það umfangs-
mikil og fjölbreytt að á heildina litið er verjandi að telja þau dæmi-
gerð (representatíf) fyrir samfélagið allt. Annað mál er hvort upp-
skriftirnar eru nógu áreiðanlegar í þeim skilningi að skráning eigna
hafi verið tæmandi. Í Noregi og Danmörku voru hversdagsföt
sjaldnast skráð nákvæmlega, heldur var þeim deilt á erfingja utan
skipta.59 Fatnaður Sigríðar Tómasdóttur virðist hafa verið sam-
viskusamlega skráður en varla fatnaður Guðrúnar Illugadóttur mið -
að við það hversu fábrotinn hann var (sjá hér á bls. 81). Ljóst er líka
að í einhverjum tilvikum hafa flíkur verið teknar frá fyrir skipti,
jafnvel kerfisbundið á sumum svæðum, ef marka má ummæli Jakobs
Aþanasíussonar hreppstjóra á Barðaströnd í uppskrift eftir Jón
Guðmundsson bónda 23. desember 1868: „Ekkjan heldur óupp-
skrifuðu rúmi, ígangsfötum og fatakistu. Þetta er hér vani sem allir
heimta.“60 Samanburður á uppskriftum dánarbúa og gripum, sem
hafa fundist við fornleifauppgröft á býlum frá 18. öld í Delaware á
austurströnd Bandaríkjanna, sýnir að ódýr búsáhöld úr leir, gleri og
pjátri voru vantalin við skráningu, auk þess sem ýmislegt kemur úr
jörðu sem sjaldan er nefnt í dánarbúum, svo sem leikföng barna,
saumadót kvenna og rakvélar karla eða pípur.61 Önnur gögn um
eignir fólks á Englandi og í Bandaríkjunum leiða í ljós að sitthvað
vantar í dánarbúin, einkum það sem var lítils virði, en í mismiklum
már jónsson100
59 Sbr. Alan Hutchinson, „Skifter: kildekritiske synspunkter“, bls. 29 og 40–41.
60 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Barðastrandarsýsla ED2/3. Dánarbú 1864–1869, örk 2, bl.
75.
61 John Bedell, „Archaeology and Probate Inventories in the Study of Eighteenth-
Century Life“, Journal of Interdisciplinary History 31:2 (2000), bls. 223–245.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 100