Saga - 2012, Qupperneq 105
verið borin út en sveinbörn.1 Sumum þessara barna var bjargað af
ókunnugum sem ólu þau upp sem þræla eða þjónustufólk og seldu
jafnvel, og mörg stúlkubörn enduðu á hóruhúsum borganna.
Dauðinn beið þeirra barna sem enginn hirti upp.2
Einnig eru varðveittar sagnir um einstaklinga sem miskunnuðu
sig yfir þessi börn, leituðu þau uppi og sáu um að þau fengju viðeig-
andi umönnun. Sem dæmi um góðgjörðarmenn útburðarbarna má
nefna keisaradótturina Anþousu, Daþeus erkibiskup og prestinn
Ojeda. Anþousa dóttir Konstantínusar V., keisara Austrómverska
ríkisins (741–755), þótti uppreisnargjörn en hún neitaði að giftast,
helgaði líf sitt fátækum og tók undir sinn verndarvæng fjölda
nýfæddra barna sem hún leitaði uppi og bjargaði af götum Mikla -
garðs. Samtíðarmaður hennar, Daþeus erkibiskup í Mílanó, stofnaði
sérstakt hæli þar í borg fyrir yfirgefin ungbörn árið 787, og er það
talið hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sérútbúin snúnings-
hurð var á hælinu með áfastri körfu sem hægt var að leggja barnið
í. Manneskjan sem kom með barnið hringdi bjöllu til að láta vita af
komu þess og gat síðan horfið á brott óséð. Árið 1563 kom prestur-
inn Ojeda á fót munaðarleysingjahæli fyrir útburðarbörn í borginni
Líma í Perú eftir að hafa orðið vitni að því að hundahópur reif í sig
barn sem skilið hafði verið eftir á götu í borginni.3 Hugmyndin er
vansköpuð börn 105
1 Sjá John Boswell, The Kindness of Strangers. The Abandonment of Children in
Western Europe from Late Antiquity to the Renaissance (New York: The University
of Chicago Press 1990), bls. 40–41, 100–111, 259–262, 360–363 og 414–416; Colin
Heywood, A History of Childhood. Children and Childhood in the West from Medieval
to Modern Times (Oxford: Polity 2001), bls. 77–82; David Nicholas, „Childhood
in Medieval Europe“, Children in Historical and Comparative Perspective. An
International Handbook and Research Guide. Ritstj. Joseph M. Hawes og N. Ray
Hiner (New York: Greenwood 1991), bls. 38–39; Timothy S. Miller, The Orphans
of Byzantium. Child Welfare in the Christian Empire (Washington: Catholic
University of America Press 2003), bls. 144–153; Dona Schneider og Susan M.
Macey, „Foundlings, Asylums, Almshouses and Orphanges: Early Roots of
Child Protection“, Middle State Geographer 35 (1983), bls. 93.
2 John Boswell, The Kindness of Strangers, bls. 3–4 og 215–227.
3 Timothy S. Miller, The Orphans of Byzantium, bls. 152; Dona Schneider og Susan
M. Macey, „Foundlings, Asylums, Almshouses and Orphanges: Early Roots of
Child Protection“, bls. 94. Útburður ungbarna viðgengst einnig í nútímanum og
til að koma í veg fyrir að börn séu skilin eftir á hinum ólíklegustu stöðum er
víða í borgum Evrópu að finna barnahólf (baby boxes, hatches) fyrir framan
ákveðnar sjúkrastofnanir, sjá http://en. wikipedia. org/wiki/Baby_hatch
[skoðað 11.01.2010].
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 105