Saga - 2012, Blaðsíða 107
Þessi skrif Ara hafa fræðimenn álitið trausta heimild um að börn
hafi verið borin út í heiðnum sið á Íslandi og það hafi verið heimilað
áfram um skeið eftir kristnitökuna. Útburður barna telst þannig hafa
verið frjáls í heiðni og fátækt almennings verið aðalástæða hans,
hugmyndir sem rekja má til Íslendingasagna og Ólafs sögu Tryggva-
sonar hinnar mestu.9
Vísun Ara í forn lög um barnaútburð getur hins vegar vel bent
til þess að útburður barna hafi verið háður ákveðnum reglum og
skilyrðum. Í ljósi skyldleika sem Ari greinir frá í Íslendingabók, milli
forníslenskra laga og norskra, má auk þess telja sennilegt að svipuð
lög hafi gilt um barnaútburð á Íslandi og í Noregi. Að hans sögn
voru elstu lög Íslands, sem Úlfljótur sótti til Noregs, samin með
Gulaþingslög sem fyrirmynd.10 Úlfljótslög eru glötuð og elstu
norsku lög sem varðveist hafa eru kristinréttur11 Gulaþingslaga frá
því um 1020, settur í valdatíð Ólafs digra Haraldssonar (var nefnd-
ur hinn helgi eftir andlátið) Noregskonungs.12
Í kristinrétti Ólafs digra og annarra lagaumdæma í Noregi er
ákvæði sem heimilar útburð á barni með ákveðinn vanskapnað sem
lýst er. Sum vansköpuð börn má skíra og önnur ekki, en það fór eftir
eðli vansköpunar.13 Hér er ætlunin að kanna hvort ákvæðin í norsk-
vansköpuð börn 107
horfs og orðmyndir látnar halda sér að mestu og eftirleiðis, þegar vísað er í
fornrit.
9 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta. Editiones Arnamagnæane Series A, 2. bindi.
Útg. Ólafur Halldórsson (Kaupmannahöfn: Munksgaard 1961), bls.196–197;
Harðar saga. Útg. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson. Íslenzk forn-
rit XIII (Reykjavík: Hið íslenka fornritafélag 1991), bls. 20–22, 348–349 og
425–426; Ljósvetninga saga. Útg. Björn Sigfússon. Íslenzk fornrit X (Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag 1940), bls. 169; Borgfirðinga sögur. Útg. Sigurður
Nordal og Guðni Jónsson. Íslenzk fornrit III (Reykjavík: Hið íslenzka fornrita-
félag 1938), bls. 55–57; Vatnsdæla saga. Útg. Einar Ól. Sveinsson. Íslenzk fornrit
XIV (Reykjavík. Hið íslenzka fornritafélag 1939), bls. 97; Kjalnesinga saga. Útg.
Jóhannes Halldórsson. Íslenzk fornrit XIV (Reykjavík: Hið íslenzka fornrita-
félag 1959), bls. 254–255.
10 Íslendingabók. Landnámabók, bls. 7.
11 Kristinréttur er sá þáttur (fornra) laga sem hefur að geyma ýmis ákvæði til
leiðbeiningar um rétt kirkjuhald m.a. um barnaskírn og greftrun. Gunnar
Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason, „Inngangur“, Grágás. Lagasafn
íslenska þjóðveldisins (Reykjavík: Mál og menning 2001), bls. xix.
12 Heimskringla II, bls. 409–410. Knut Helle, Gulatinget og Gulatingslova (Leikanger:
Skald 2001), bls. 177.
13 Norges gamle Love indtil 1387 IV. Útg. Gustav Storm (Kristjanía: Gröndahl 1885),
bls. 5 og 491.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 107