Saga - 2012, Blaðsíða 109
quists. Halldór leggur áherslu á vísun Ara í forn lög um barnaút-
burð og bendir í því samhengi á sameiginlegan uppruna fornra
norskra og íslenskra laga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að af
orðum Ara verði ekki betur séð „… en Úlfljótslög hafi haldið sér-
stakan póst þar sem settar væru reglur um barnaútburð.“ Og bætir
við að hér gæti verið „… stuðst við fornákvæði í norskum lögum
[fornum kristinrétti], þar sem tekið er fram hverskonar vanskapn -
aður skuli vera á barninu svo að það sé útburðarskylt.“ Að mati
Halldórs er ekki ósennilegt að um barnaútburð í heiðni á Norður -
löndum hafi verið „… krafin svonefnd social indication eins og er í
sumum löndum um fóstureyðingar nú á dögum.“18 Þar vísar hann
til löggjafar um fóstureyðingar frá 1935 sem heimilar fóstureyðing-
ar ef móðirin býr við erfiðar félagslegar aðstæður.19
Einnig hefur verið bent á hugsanleg líkindi útburðarákvæðis
kristnitökulaganna við ýmis skriftaboð sem kveða á um að börn
megi ekki deyja óskírð sökum vanrækslu, og barnamorð og kyrk-
ingar á börnum voru bannaðar í mörgum þeirra. Skriftaboð eða
skriftabækur (libri poenitentiales) einkenndu kristinn sið í Evrópu á
níundu, tíundu og elleftu öld, en í þeim birtust hugsjónir írskra
munkareglna um kristilegt líferni, boð um hvaða syndir skyldi
varast og um afplánun synda.20 Skyldleiki skriftaboða við frásögn
Ara um útburðarákvæðið er þó ekki augljós. Engin skriftaboðanna
nefna útburð á börnum, ein þeirra nefna ungbarnadráp en í flestum
þeirra er fjallað um yfirbót og skriftir í þeim tilfellum sem foreldrar
höfðu óvart eða viljandi kæft ungbörn.21 Vísun í forn lög um barna-
útburð og tilvist ákvæða í norskum kristinrétti um meðferð van-
skapaðra barna finnst mér gefa ástæðu til að kanna hvort ákvæðin
kunni að vera leifar af fornum lögum um barnaútburð. Það hafa þá
hugsanlega verið lög sem takmörkuðu útburð á börnum en leyfðu
útburð barna sem fæddust með ákveðnum vanskapnaði, eins og
þeim sem lýst er í norskum kristinrétti.
vansköpuð börn 109
18 Halldór Kiljan Laxness, „Fáeinar athuganir um kristinréttarákvæði elstu“,
Tímarit Máls og menningar 37: 1 (1976), bls. 27.
19 Stjórnartíðindi A 1975, bls. 68–73.
20 Sveinbjörn Rafnsson, „Um kristnitökufrásögn Ara prests Þorgilssonar“, Skírnir
153 (1979), bls. 170–172.
21 Medieval Handbooks of Penance. A Translation of the Principal Libri Poenitentiales
and Selection from Related Documents. Þýð. John T. McNeill og Helena M. Garner
(New York: Columbia University Press 1990), bls. 96, 105, 114, 197–198, 254,
275, 293, 302 og 340.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 109