Saga - 2012, Page 110
Afskipti Ólafs digra af „kristnispellum“ Íslendinga
Gulaþingslög giltu í Gulaþingi, sem var eitt af fjórum lagaumdæm-
um í Noregi á miðöldum. Elstu þingin, Gulaþing og Frostaþing, eru
talin vera frá 10. öld. Eiðsivaþing og Borgarþing eru sögð stofnuð í
valdatíð Ólafs konungs digra, veturinn 1021–1022. Þingin höfðu
eigin lög sem að hluta til hafa varðveist.22
Í varðveittum handritum Gulaþingslaga eru nokkur ákvæði
kristins réttar sem eignuð eru Ólafi konungi digra23 og talið er að
hann og Grímkell biskup hafi sett á þingi í Mostri um 1020.24 Að
sögn ritara Heimskringlu hafði Ólafur afskipti af kristnihaldi Íslend-
inga. Að tilhlutan hans var numið úr lögum á Íslandi það sem hon-
um þótti „mest í móti kristnum dómi“. Ekki er tilgreint í hverju
breytingar voru fólgnar eða hvaða ákvæði kristnitökulaga Ólafur
fékk Íslendinga til að fella úr gildi.25 Ari greinir frá því að heiðni hafi
verið afnumin nokkrum vetrum eftir kristnitökuna, og eftir upp-
talningu á lögunum um skírn, barnaútburð og hrossakjötsát skrifar
hann: „Skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en varða fjörbaugsgarð, ef
váttum of kvæmi við. En síðar fáum vetrum var sú heiðni af numin
sem önnur.“ Blót var auðsæilega bannað en óljóst er hver „önnur“
heiðni var afnumin.26 Ef „forn lög um barnaútburð“ töldust þar
með, má álykta að hið sama hafi gilt í Noregi á valdatíð Ólafs. Í
kristinrétti Ólafs í Gulaþingslögum er að finna eftirfarandi ákvæði
um uppeldi og skírn barna:
Það er nú því næst að barn hvert skal ala á landi voru er borið verður
nema það sé með þeim örkumlum borið að þangað horfi andlit sem
hnakki skyldi eða tær þangað sem hælar skyldu. Þá skal það barn til
brynja björnsdóttir110
22 Magnús Lyngdal Magnússon, „Kátt er þeim af kristinrétti, kærur vilja margar
læra“, Gripla XV (2004), bls. 47.
23 Fræðimenn hafa ekki verið sammála um hvort kristinréttur Gulaþingslaga hafi
verið settur í valdatíð Ólafs digra (1015–28) eða Ólafs kyrra ( 1066–93) en í
nýlegum fræðiritum er hallast að því að hann hafi verið skráður í tíð Ólafs
digra sbr. Magnus Rindal, „Innleiing“, Den eldre Gulatingslova. Útg. Bjørn
Eithum, Magnus Rindal og Tor Ulset. Norrøne tekster nr. 6 (Ósló: Riksarkivet
1994), bls. 10–11 og 14–15 og Sverre Bagge, From Viking Stronghold to Christian
Kingdom (Kaupmannahöfn: Rosenkilde og Bagger 2010), bls 180.
24 Bjarni Aðalbjarnason, „Formáli“, LII (4.nmgr.), Íslensk fornrit XXVII bls. 73;
Magnus Rindal, „Innleiing“, bls. 9.
25 Heimskringla II, bls. 77 og 214.
26 Íslendingabók. Landnámabók, bls. 17.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 110