Saga - 2012, Side 112
líki“, segir að barn sem fæðist með kálfa framan á fótunum eða augu
í hnakkanum skuli færa til kirkju, skíra og gefa næringu, sýna bisk-
upi barnið og hann ákveða hvað skuli gera við það. Í sjötta kafla
með yfirskriftina „Um hærlíki“ er sennilega verið að lýsa mjög
alvarlegum vanskapnaði. Orðið hærlíki er talið vera misritun á
orðinu færlíki (ferlíki) í fornri merkingu um mikinn vanskapnað,
„monster-útlit“. Barn sem fæðist „er hærlíki er á“, er ekki með
manns höfuð og ekki mannsrödd, skal færa til kirkju og sýna presti
sem taki ákvörðun um hvort eigi að skíra það. Síðan skuli grafa gröf
í kirkjugarði, leggja barnið þar í, leggja hellu yfir svo að hvorki nái
hundar né hrafnar, en ekki setja mold yfir fyrr en barnið sé dáið, og
bíða svo lengi sem þörf sé.30
Í Bjarkeyjarrétti segir að kristna skuli hvert barn sem fæðist og til
kirkju færa nema það sé með þeim örkumlum alið „sem í lögum er
mælt“. Öll önnur börn átti að færa til kirkju og skíra. Ekki er þess
getið hvað skyldi gera við örkumla börn sem ekki átti að skíra.
Samkvæmt kristinrétti Frostaþingslaga er tilskilið að barn hafi
mannshöfuð ef það á að fá skírn. Ósagt er hvað átti að gera við barn
sem fæddist með óeðlilegt, vanskapað höfuð. Ósennilegt er að það
hafi átt að alast upp óskírt ef marka má þá miklu áherslu sem lögð
er á snemmskírn nýfæddra barna í norskum kristinrétti.31
Margir fræðimenn eru þeirrar skoðunar að upphaflega hafi sami
kristinréttur þeirra Ólafs digra og Grímkels gilt í öllum norskum
lagaumdæmum. Óverulegan mismun í orðalagi og innihaldi lög-
bókanna megi rekja til breytinga sem hafi orðið í munnlegri geymd
þar til þau voru rituð. Einnig er talið sennilegt að Borgarþingslög
hafi að geyma elstu útgáfuna af norskum kristinrétti.32 Þar getur
verið komin skýringin á því hvers vegna Borgarþingslög hafa að
geyma fleiri lýsingar á vanskapnaði en finnast í öðrum landshluta-
lögum. Þar sem kristinréttur Borgarþingslaga er strangastur um að
brynja björnsdóttir112
30 Norges gamle Love indtil 1387 I, bls. 339, 375–376 og 395; Norges gamle Love indtil
1387 V. Útg. Gustav Storm og Ebbe Hertzberg (Kristjanía: Gröndahl 1885), bls.
309–310.
31 Norges gamle Love indtil 1387 I, bls. 130 og 303.
32 Absalon Taranger, Den angelsaksiske kirkes indflydelse paa den norske (Kristjanía:
Gröndahl 1890), bls. 138–139 og 208; Marit Myking, Vart Noreg kristna frå
England : ein gjennomgang av norsk forskning med utgangspunkt i Absalon
Tarangers avhandling Den angelsaksiske kirkes indflydelse paa den norske (1890)
(Ósló: Senter for studier i vikingtid og nordisk middelalder 2001), bls. 24 og
107; Else Mundal, „Barneutbering“, bls. 25.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 112