Saga - 2012, Síða 113
ekki skuli skíra vansköpuð börn er líklegt að á elsta stigi kristninnar
í Noregi hafi börn með þesskonar skapnaði ekki verið skírð.
Eins og fram hefur komið er elsti norski kristinrétturinn talinn
vera frá því um 1020. Hvað Ísland varðar eru elstu rituðu kirkjulög-
in, fyrir utan kristnitökulögin, kristinréttur hinn forni biskupanna
Þorkels og Ketils, sem talinn er hafa verið ritaður á árabilinu 1122–
1133.33 Engar heimildir eru um hvaða kristinréttur var í gildi fyrir
utan kristnitökulögin í rúmlega eina öld, þar til kristinréttur hinn
forni tók gildi.
Norskur kristinréttur á Íslandi þar til á
árabilinu 1122–1133?
Afskipti Ólafs digra af kristnihaldi Íslendinga, þögn heimilda um
hvaða kristinréttur var í gildi á Íslandi eftir kristnitöku og handrit af
norskum kristinrétti, sem fundist hafa hér á landi, benda til þess að
mögulega hafi íslenska kirkjan stuðst við norskan kristinrétt fram að
árabilinu 1122–1133. Til að svara þeirri spurningu verður hér hugað
að handritum þeim af norskum kristinrétti sem fundist hafa hérlendis.
Af elsta handriti Gulaþingslaga, AM 315 F fol., hefur aðeins
varðveist brot, talið ritað um 1200, og fannst það að sögn Árna
Magnússonar á Staðarhóli í Dölum.34
Önnur handrit og handritsbrot sem fundist hafa á Íslandi eru
kristinréttur eldri Gulaþingslaga í AM 315 E fol., AM 146 4to,
Frosta þingslaga í AM 315 G fol. og Eiðsivaþingslaga í AM 68 4to á
Íslandi.35 Tilvist og afritun á norskum kristinrétti er vitnisburður um
að hann hafi verið þekktur hér á landi og hafi flust hingað í
ákveðnum tilgangi, hugsanlega til leiðbeiningar fyrir kirkjunnar
menn, og gilt þar til kristinréttur Þorláks og Ketils var ritaður eða
sem fyrirmyndir að ritun hans.
vansköpuð börn 113
33 Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason, „Inngangur“, Grágás.
Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður
Árnason sáu um útgáfuna (Reykjavík: Mál og menning 2001), bls. X–XI.
34 Magnus Rindal, „Innleiing“, bls. 10–11 og 14–15; Sverre Bagge, From Viking
Stronghold to Christian Kingdom (Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum 2010),
bls 180.
35 Norges gamle Love indtil 1387 IV, bls. 490–493 og 603–604; Már Jónsson, Árni
Magnús son. Ævisaga (Reykjavík: Mál og menning 1998) , bls. 58.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 113