Saga - 2012, Page 118
Ráðgjafi Aðalráðs og höfundur nýrra kirkjulaga var Wulfstan, erki-
biskup í Jórvík.46 Samanburður á kirkjulögum Wulfstans og norsk-
um kirkjulögum hefur leitt í ljós ýmis líkindi,47 en í lögum Wulfstans
um skírnina er ekki að finna ákvæði sem varða vansköpuð börn.48
Hið sama er að segja um kirkjulagasafn (Decretum) Burchards af
Worms, gefið út í byrjun 11. aldar.49
Sá möguleiki var kannaður hvort rómversk-kaþólsk kirkjulög
hefðu að geyma ákvæði um meðferð og skírn vanskapaðra barna.
Leit í atriðaorðaskrám kaþólskra kirkjulagasafna að orðum sem á
latínu voru notuð um útburð (expositio) og vanskapnað (monstrum,
prodigium, ostentum, portentum) bar lítinn sem engan árangur.50
Kaþólsk kirkjulög hafa ekki að geyma ákvæði um vansköpuð börn
og má því ætla að þau hafi ekki verið talin sérstakt vandamál nema
hvað varðar skírn barns sem fæddist með tvö höfuð (síamstvíburi).
Slíkt barn fékk fyrirvaraskírn (conditional) þar sem annað höfuðið
fær fulla skírn en hitt er skírt með fyrirvara um að það sé mannleg
vera enda sé líkaminn einn.51
Sú hugmynd hefur verið sett fram að lýsingar á vanskapnaði
barna í norskum kristinrétti eigi rót sína að rekja til Ágústínusar
kirkjuföður (d. 430 e.Kr.), en í riti hans De civitate Dei eru lýsingar á
vanskapnaði sem er að finna í norskum kristinrétti.52 Eru það
lýsingar á mönnum með öfuga fætur, hálslausum með augun á öxl-
unum eða hundshöfuð. Í umfjöllun Ágústínusar um vanskapninga
birtast engar efasemdir um tilverurétt þeirra, og því verður ekki séð
brynja björnsdóttir118
46 The Homilies of Wulfstan. Útg. Dorothy Bethurum (Oxford: Oxford University
Press Academic Monograph 1971), bls. 59 og 62–63; Heimskringla II, bls. 15–18.
47 Absalon Taranger, Den angelsaksiske kirkes indflydelse paa den norske, bls.
361–362.
48 The Homilies of Wulfstan, bls. 168–184. Hugtakið monster (vanskapningur) birt-
ist fyrst sem lagalegt hugtak í enskum lögum í riti Bractons, On the Laws and
Customs of England talið ritað á árabilinu 1220–1260, sem lýtur að skilgreiningu
þess sem kallað er „legal personhood“ þeirra sem fæðast með afbrigðilegt útlit.
Sjá Andrew N. Sharpe, „England´s Legal Monsters“, Law, Culture and the
Humanities 5 (2009), bls. 103–104 og 109.
49 John Boswell, The Kindness of Strangers, bls 276–277.
50 Patrologie cursus completus. Ritstj. Ferdinand Cavalliera (Paris: Apud Garnier
fratres 1912). Decreti pars I — De Fide, d. 47–134. Panormia lib V, cap.LII, d.
1222, d. 1402.
51 Rituale Romanum, (Ratisbonæ: Frid Pustel 1926), bls. 9.
52 Fredrik Grøn, „Om misfostrene i de gamle norske love“, bls. 275–276.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 118