Saga - 2012, Side 119
hvernig skrif hans gætu hafa haft áhrif á tilurð ákvæða í norskum
kristinrétti um vansköpuð börn sem ekki þurfti að ala upp.53
Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að ákvæði um
vansköpuð börn í norskum kristinrétti séu ekki tilkomin fyrir áhrif
frá erlendum ritum um kristinrétt eða kristnum hugmyndum. Til að
finna samsvarandi viðhorf til fæðingar vanskapaðra barna og í
norskum og íslenskum kristinrétti þarf að leita til hinnar klassísku
fornaldar.
Forn heiðin viðhorf til vanskapninga
Neikvætt viðhorf gagnvart tilverurétti vanskapaðra barn, sem end-
urspeglast í fornnorskum kristinrétti, er þekkt hjá Grikkjum og
Rómverjum á heiðnum tíma. Aristóteles mælti með lögum sem fælu
í sér ákvæði um að vansköpuð börn skyldu ekki lifa54 og Sókratesi
fannst við hæfi að börn sem fæddust vansköpuð væru falin á
„óþekkt um og huldum stað“. Orð hans hafa einnig verið skilin
þannig að vansköpuð börn skyldu borin út.55 Svipuð viðhorf má
greina í textum ýmissa rómverskra höfunda, t.d. Cicero,56 Seneca og
Tacitus, og samkvæmt tólftaflnalögunum frá því um 450 f.Kr. átti að
bera vansköpuð börn út sem fyrst. Vanskapnaði er þó ekki lýst
þar.57
Í rómverskum rétti58 eru vansköpuð börn til umræðu í lög fræði -
legum álitamálum hvað varðar tilvistarstöðu þeirra og út frá þeirri
spurningu hvort þau teljist mennsk eða ekki. Það virðist hins vegar
oft hafa verið álitamál meðal rómverskra lögspekinga í hvaða til-
fellum afbrigðilegt útlit barns teldist vansköpun. Var barn sem
vansköpuð börn 119
53 Arelius Ágústínus, The City of God. Þýð. Gerald G. Walsh. Útg. Vernon J.
Bourne (New York: Image books 1962), bls. 364–367.
54 R. Sullivan, „Deformity — A Modern Western Prejudice with Ancient
Origins“, Proc R Coll Physicians Edinburg 31(2001), bls. 262–263; The Politics of
Aristotle. Þýð. Peter L. Phillips Simpson (London: The University of North
Carolina Press 1997), bls. 182.
55 Platon, Ríkið. Þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson (Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag 1997), bls. 48.
56 Cicero, XVI De Re Publica De Legibus. Þýð. Clinton Walker Keyes (London:
Harvard University Press 1977), bls. 481.
57 John Boswell, The Kindness of Strangers, bls. 82, 59 og 89 (nmgr. 132); A.W.
Bates, Emblematic Monsters. Unnatural Conceptions and Deformed Births in Early
Modern Europe (Amsterdam og New York: Rodopi 2005), bls. 158 og 172.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 119