Saga - 2012, Page 126
gefa heillega mynd. Klassíska krafan um þaulkönnun frumheimilda
á einfaldlega ekki við. Vandinn er fremur sá að fyrsta úrtak heim-
ildanna kann að gefa einhliða mynd; þá þarf að leita betur og reyna
að láta sér ekki sjást yfir mikilvægar flækjur eða nauðsynlega fyrir-
vara. Krafan til sagnfræðingsins er að þessu leyti nánast hin sama
og til rannsóknarblaðamannsins. Það er framsetningin sem er ólík,
einkum formleg meðferð heimilda, en könnun heimildanna í raun-
inni svipuð.
Önnur klassísk krafa til fræðimanns er að kynna sér fyrri rann-
sóknir og taka afstöðu til þeirra: nýta það sem stenst, leiðrétta það
sem þarf. Í samtímasögu er sagnfræðingurinn iðulega að skrifa
fyrstu formlegu rannsóknina um sitt valda efni — það á sannarlega
við um BJB — þótt margir hafi fjallað um það á annarskonar vett-
vangi, í yfirlitsritum og sérstaklega í fjölmiðlum. Er þá vandi að
ákveða hvað af slíku á að meðhöndla sem raunverulegar fyrri rann-
sóknir. Einkavæðingu Búnaðarbankans ber á góma í yfirlits- eða
túlkunarritum um „hrunið“2 en ekki þannig að BJB sjái ástæðu til að
rekja. Í yfirliti Magnúsar Sveins Helgasonar um íslenskt viðskipta-
líf í aðdraganda bankahrunsins3 er ekki fjallað um sjálfa einkavæð-
ingu viðskiptabankanna heldur margt í aðdraganda hennar og
umhverfi; BJB markar rannsókn sinni ekki svo vítt svið að hann
þurfi á því efni að halda. Sjálfa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis
þekkir hann að sjálfsögðu, enda er þar langrækilegasta rannsóknin á
einkavæðingu viðskiptabankanna.4 BJB bendir réttilega á að þar er
miklu nánar farið í saumana á sölu Landsbankans en Búnaðar bank -
ans; einmitt þess vegna tekur hann sér fyrir hendur að rannsaka
hinn síðarnefnda og styðst lítið við skýrsluna.
Þau rit sem helst má kalla undanfara að grein BJB eru fréttaskýr -
ingar rannsóknarblaðamanna. Til nokkurra slíkra vísar hann um
einstakar upplýsingar en ræðir ekki túlkun þeirra eða ber saman við
sína. Og notar ekki þá sem hvað mest skarast við hans eigið efni,
Morgunblaðsgrein frá 2009 þar sem rækilega er unnið úr gögnum
helgi skúli kjartansson126
2 Um fimm þeirra, sem komu út 2009, fjallar Benedikt Jóhannesson í „Í skugga
hrunsins“, Skírnir 185 (haust 2009), bls. 509–520.
3 Magnús Sveinn Helgason, Íslenskt viðskiptalíf — breytingar og samspil við fjár-
málakerfið (Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, viðauki 5). Alþingi (vefútgáfa).
Reykjavík 2010. http://rna.althingi.is/pdf/RNAvefVidauki5.pdf.
4 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir. Reykjavík:
Rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt lögum nr. 142/2008, 2010, 1. bindi, bls.
227–292.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 126