Saga - 2012, Page 127
Framkvæmdanefndar um einkavæðingu.5 Ef ástæða væri til að fjalla
um eitthvað sem „fyrri rannsókn“, væri það ekki síst sú grein.
Á sama hátt og rannsakandinn þokar áleiðis verki fyrirrennara
sinna, þar sem um slíkt er að ræða, er markmið hans ekki að „eiga
síðasta orðið“ heldur leggja sem nýtilegastan grunn að frekari rann-
sóknum. Hér er hann ólíkur bæði rannsóknarblaðamanninum og
yfirlitshöfundinum,6 sem báðir reyna fyrst og fremst að skýra málin
fyrir lesendum sínum. Höfundur rannsóknarrits verður hins vegar
„tveimur herrum að þjóna“, bæði lesandanum sem vill fræðast og
skilja og kollega sínum sem kemur á eftir og vill rannsaka nánar.
Munnlegar heimildir
BJB styðst verulega við munnlegar heimildir, m.a. ellefu heimildar-
menn sem hann vísar beinlínis til, og eru fjórir þeirra ónafngreindir.
Að gæta með þessum hætti trúnaðar um heimildarmenn er aðferð
sem farin er að tíðkast í íslenskri samtímasögu. Hún kom kannski
flatt upp á lesendur í upphafi en nú höfum við vanist henni hjá
vönduðum fræðimönnum og hljótum að viðurkenna að hún sé
skásta leiðin þegar trúverðugur heimildarmaður fæst ekki til að
koma fram undir nafni.
BJB gerir nokkra grein fyrir hinum ónefndu heimildarmönnum.
Tveir eru „úr bankakerfinu“, annar þeirra „einn forystumanna/
stjórnenda Landsbankans“ (hann er sá heimildarmaður sem langoft -
ast er vísað til) en hinn „einn stjórnenda Búnaðarbankans“. Hinir
tveir eru „úr viðskiptalífinu“, nánar tiltekið „fyrrverandi viðskipta-
félagi Ólafs Ólafssonar“ og „gamall samstarfsmaður Ólafs úr Sam -
skipum“.7 Þessar upplýsingar auðvelda lesanda að taka afstöðu til
vitnisburðar viðkomandi manna. Á vissum stöðum veltur heimild-
í tröllahöndum 127
5 Þórður Snær Júlíusson, „Einkavæðing bankanna. Búnaðarbankanum stýrt í rétta
átt“ (greinaflokkur). Morgunblaðið 23. mars 2009, bls. 12–15. BJB notar sjálfur
skjalasafn nefndarinnar.
6 Þegar ég skrifa yfirlitsrit tek ég iðulega eftir því hvernig ég þykist þurfa, til þess
að leiða lesandann að niðurstöðu í sem stystu máli, að leggja til hliðar upp -
lýsingar eða athuganir sem koma myndu að gagni við frekari rannsókn.
7 Auk beinna vísana til þeirra hvors um sig eru það væntanlega sömu „ónafn-
greindir heimildarmenn“ sem á bls. 123 eru bornir fyrir því hvernig Ólafur hafi
farið á bak við tiltekna hluthafa í Samskipum. Öll sú umræða er í neðanmáls-
grein, en tilvísanakerfi Sögu hæfir illa löngum neðanmálsgreinum og kann það
að valda ónákvæmni hér.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 127