Saga - 2012, Page 128
argildið nokkuð á því hvort þeir vita af eigin raun það sem eftir
þeim er haft — en það er erfitt að upplýsa án þess að koma upp um
hver í hlut á. Það á reyndar við um nafngreinda heimildarmenn líka,
og ritaðar frásagnir alveg eins og munnlegar, að tortrygginn lesandi
vill frétta hvernig heimildarmaður veit það sem eftir honum er haft.
En sagnaritari forðast að flækja mál sitt með of miklu af slíkum
skýringum. Oftast látum við nægja að nefna þær heimildir sem við
byggjum á, án þess að rekja í þaula af hverju við metum þær trú-
verðugar. Heimildarmenn BJB hafa gefið honum skýringar sem
hann metur gildar, a.m.k. þegar hann vísar til þeirra um staðreynd-
ir, og þær skýringar geta lesendur varla ætlast til að fá í heilu lagi.
BJB skýrir ekki samstarf sitt við heimildarmennina, enda er það
ekki endilega venja í sagnfræði. Í þeirra hópi eru engir af sjálfum
kaupendum Búnaðarbankans og má þá ætla að þeir hafi neitað sam-
starfi. Vísað er í dagsett viðtöl við nafngreinda heimildarmenn og
kemur ekki fram að höfundur hafi talað nema einu sinni við hvern.
Ætla verður að hann hafi a.m.k. fengið staðfest það sem beinlínis er
eftir þeim haft, en maður veit ekki hve mikið hann bar undir þá af
öðru efni. Hann segir t.d. að „jafnvel hefði framtíð ríkisstjórnarsam-
starfsins verið teflt í tvísýnu“ ef Landsbankinn hefði ekki fallist á að
selja hlut sinn í VÍS og „stjórnarslitum jafnvel hótað“, haft á fyrri
staðnum (bls. 107) eftir margtilvitnuðum forystumanni Landsbank -
ans og á þeim seinni (bls. 110) eftir ótilteknum „stjórnendum
Landsbankans“. Þarna veit lesandinn ekki hvort höfundur bar þetta
undir þá þrjá þáverandi ráðherra sem hann átti viðtöl við eða af
hverju hann telur Landsbankamenn sannfróðasta um þetta atriði.
Ritheimildir traustari?
Um þessa hættu á stjórnarslitum er reyndar fjallað líka í ritheimild,
fréttaskýringu úr Fréttablaðinu 2005, sem BJB vísar til en ekki um
þetta sérstaklega. Þar er frásögnin nákvæmari, haft eftir ónafn-
greindum heimildarmönnum að „Halldór [Ásgrímsson] hafi hótað
Davíð [Oddssyni] að stöðva einkavæðingarferli bankanna“ sem
hefði þýtt að „Davíð hefði orðið að slíta stjórnarsamstarfinu“.8 Ekki
verður séð að nafnlausir heimildarmenn BJB hafi neinu við þessa
helgi skúli kjartansson128
8 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Sex daga stríðið um yfirráð í VÍS“, Fréttablaðið 30.
maí 2005, bls. 10–11. Hluti af fjögurra greina flokki um einkavæðingu bankanna,
einkum Landsbankans.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 128