Saga - 2012, Page 132
miðlum, m.a. í Fréttablaðinu 200516 og Morgunblaðinu 2009.17 Í Frétta -
blaðinu segir, að því er virðist eftir munnlegum heimildum, að
bankinn hafi lánað um þrjá milljarða króna til Eglu og samtals sex
til átta milljarða til fyrirtækja í S-hópnum til að mæta útborgun í
janúar–febrúar 2003. Hér hefur BJB skjallega heimild í viðbót:
„Minnisblað frá Landsbanka Íslands hf. í vörslu höfundar.“ Ekki er
tekið fram hvort minnisblaðið er dagsett, undirritað eða uppruna-
vottað á annan hátt. En hér koma nákvæmar fjárhæðir: þrír millj-
arðar til Eglu og fjórir samtals (2,8 + 1,2) til Kers og Samvinnu -
trygginga (þ.e. Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga). Um vaxta -
kjör staðfestir minnisblaðið upplýsingar Fréttablaðsins: „1,4 prósent
yfir LIBOR“ 18 og bætir við upplýsingum um lántökugjald (ekkert)
og lánstíma (tvö ár án afborgana).
Til samanburðar við minnisblaðið beitir BJB þeirri ágætu aðferð
að athuga ársreikninga viðkomandi félaga og bendir á tvennt (bls.
121) sem hann virðist telja í allgóðu samræmi við minnisblaðið en
gefur raunar tilefni til vissra fyrirvara.
Í fyrsta lagi sér hann í ársreikningi Eglu 2003 að hún skuldar í
árslok ekki nema rúma 2,7 milljarða samtals — og hefur þá ómögu-
lega fengið þrjá milljarða lánaða til tveggja ára þá í ársbyrjun.
Skýringu á þessu má finna í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Lánið til Eglu mátti ekki vera hærra en 35% af hlut félagsins í banka-
kaupunum, fjórðungur af kaupverðinu í heild, en það var gengis-
tengt að hluta og lækkaði nokkuð frá upphaflegri áætlun. Láns -
loforð frá íslenskum banka þurfti að liggja fyrir í byrjun febrúar
(samkvæmt samningi S-hópsins við ríkið — þessi lántaka kom sem
sagt ekki aftan að neinum) en lánssamningur var gerður 18. mars,
lánið tryggt með veði í hinum keyptu hlutabréfum.19 Minnisblaðið er
helgi skúli kjartansson132
16 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, „Seldu fyrr en kaupsamningur kvað á um“,
Fréttablaðið 31. maí 2005, bls. 14–15.
17 Þórður Snær Júlíusson, „Einkavæðing bankanna. Búnaðarbankanum stýrt í
rétta átt“, bls. 14 (fyrirsögn: „Eignarhluturinn sem handveð fyrir láni“).
18 LIBOR-vextir eru mismunandi eftir gjaldmiðlum og ekki til fyrir íslenska
krónu svo að hér er annaðhvort samið um einhvers konar gjaldeyrislán eða þá
að höfundi minnisblaðsins verður á sú algenga fljótfærnisvilla að skrifa LIBOR
en meina hina íslensku REIBOR.
19 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir, 1. bindi, bls.
282–283. (Lánssamningurinn er í krónum svo að LIBOR virðist ósennileg
viðmiðun.) Þórður Snær Júlíusson birtir mynd af lánsloforðinu. Það er athyglis -
vert að Landsbankinn tekur að handveði öll bréf Eglu í Búnaðarbankanum
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 132