Saga - 2012, Blaðsíða 134
ekki hafa verið sérlega samhent afl. Í grein BJB birtist sundrung
hans í persónulegum átökum: ósætti þeirra Ólafs Ólafssonar og
Þórólfs Gíslasonar þar sem Finni Ingólfssyni er einum lagið að bera
klæði á vopnin. Slík persónugerving atburðarásar er dæmigerð fyrir
munnlegar heimildir. Hér efast ég ekki um að hún hitti í stórum
dráttum naglann á höfuðið. Álitamálið er, enn sem fyrr, hvort
ástæða væri til nánari samanburðar við hinar skjallegu heimildir
sem sýna tíðar breytingar á samsetningu hópsins frá því „S-hlut-
hafarnir“ í VÍS23 — Ker (áður Olíufélagið) og Samvinnulífeyris -
sjóðurinn ásamt Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum og syst-
urfélagi þess, Eignarhaldsfélaginu Andvöku — sömdu um kaup á
hlut Landsbankans þar til Ker, Samvinnulífeyrissjóðurinn og VÍS
sömdu um kaup á Búnaðarbankanum „auk þess sem ein eða fleiri
erlendar fjármálastofnanir munu eiga aðild að“ kaupunum.24 Á því
hálfa ári sem þarna leið á milli höfðu ýmis fyrirtæki birst og horfið
sem aðilar að S-hópnum, m.a. Samskip og Kaupfélag Skagfirðinga,
auk þess sem nýir hluthafar í VÍS eða Keri öðluðust óbeina aðild að
hópnum. Þetta hafa fréttaskýrendur rakið nánar en BJB sér ástæðu
til að gera.25
Einn hluthafinn vekur þó athygli hans (bls. 109–111), þ.e. eignar -
haldsfélagið Hesteyri sem bæði tengdist fjölskyldu Halldórs Ás -
gríms sonar og var stærsti hluthafi VÍS. Ekki er tekið fram hvernig
eða hvenær til þeirrar eignar var stofnað, en lesandi hlýtur að ætla
að það hafi gerst fyrir kaupin á Búnaðarbankanum því annars
virðist einkavæðing hans ekki koma Hesteyri við. Hið rétta mun þó
vera að Hesteyri hafi fyrst tengst S-hópnum með kaupum á stórum
hlut í Keri í ágúst 2002, áður en kaupandi að Búnaðarbankanum var
valinn. Hins vegar var það Norvík, eignarhaldsfélag Jóns Helga
Guðmundssonar í Byko, sem nokkru síðar keypti hlutinn í VÍS (af
Keri) og skipti síðan við Hesteyri.26 Jón Helgi tengdist jafnframt
helgi skúli kjartansson134
23 Svo nefndir í Skýrslu um starfsemi Samvinnutrygginga, bls. 24.
24 Einkavæðing 1999–2003. Skýrsla framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Reykjavík,
maí 2003, bls. 30, 33. Hér sést líka að einn samningurinn var gerður 15. nóv-
ember, ekki október eins og misritast hjá BJB bls. 120.
25 Soffía Haraldsdóttir, „S-hópurinn skiptist í tvær blokkir“, Morgunblaðið 5.
febrúar 2004, bls. 6; Þórður Snær Júlíusson, „Einkavæðing bankanna. Búnaðar -
bankanum stýrt í rétta átt“.
26 „Breytt valdahlutföll með sölu á hlut Kers í VÍS“, Morgunblaðið 15. nóvember
2002, bls. 1; „Fimmtíu milljarða einkavæðing“; Soffía Haraldsdóttir, „S-hópur-
inn skiptist í tvær blokkir“, bls. 6–7.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 134