Saga - 2012, Page 136
ar en ég hef séð áður (bls. 125–127). Ekkert af þeim bendir þó til að
þessir aðilar hafi svo mikið sem byrjað að tala saman fyrr en í októ-
ber 2001, þ.e. aðeins þremur mánuðum fyrir einkavæðinguna (sem
dróst fram í janúar vegna vandræðagangsins með erlenda bankann),
rétt eins og samruninn var samþykktur þremur mánuðum eftir
hana. Að S-hópurinn hafi frá upphafi ekki hugsað sér neitt annað en
samruna Búnaðarbanka og Kaupþings, eða í raun yfirtöku Kaup -
þings á bankanum, kemur illa heim við yfirlýstan áhuga hans á
yfirráðum í Landsbankanum. Þau áform vitnar BJB um sjálfur, eins
og ég hef áður nefnt. Hve lengi þau voru tekin alvarlega má t.d.
ráða af Morgunblaðsviðtali í september 2002. Þar ræðir blaðið við
Michael nokkurn Sautter, „forstjóra fjárfestingarbankahluta Société
générale í Þýskalandi og Austurríki“, er staddur var á Íslandi „sem
ráðgjafi hins svokallaða S-hóps, sem lýst hefur áhuga á að kaupa
hlut ríkisins í Landsbanka Íslands“.28 Raunar hafði hópurinn lýst
áhuga á Búnaðarbankanum til vara, en það finnst Morgunblaðinu
óþarft að taka fram. Gleymum því ekki heldur að um þetta leyti
hafði S-hópurinn stofnað til meira en 200 milljón króna kostnaðar
við „úttekt á bankamálum“. Sem er býsna vel í lagt ef ekki voru í
sigti fleiri möguleikar en sá einn að Kaupþing yfirtæki Búnaðar -
bankann. Að S-hópurinn fengi alls ekki að kaupa Landsbankann —
það sé ég ekki að hafi komið í ljós fyrr en 9. september;29 þá fyrst er
stefnan tekin á Búnaðarbankann og upp úr því byrjað að tala við
Kaupþing.
Þótt viðræðurnar í október hafi svo vafalaust snúist um þessa
sameiningu, er engin leið að segja til um hve snemma hún var fast-
mælum bundin. Kaupþing hafði líka haft augastað á Lands bank -
anum og átt viðræður við kaupendur hans.30 Erfitt er að fullyrða
helgi skúli kjartansson136
28 „Dreifð eignaraðild ekki heppileg“, Morgunblaðið 14. september 2002, bls. 22.
Viðtalið var tekið einhverjum dögum áður.
29 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir, 1. bindi, bls.
269. Úrsögn Steingríms Ara Arasonar úr einkavæðingarnefnd daginn eftir
þykir mér staðfesta að sú ákvörðun, tekin af ráðherranefnd um einkavæðingu,
hafi raunverulega verið ný.
30 Frásögnum af þeim ber ekki alls kostar saman, en sjá vitnisburð Björgólfs
Thors Björgólfssonar á vef hans: „Að draga siðferðilegar ályktanir af ófull-
nægjandi gögnum. Athugasemdir við skýrslu undirnefndar RNA um siðferði
og starfshætti sem birtist í 8. bindi skýrslu nefndarinnar. — Grein 25.“ Af vefn-
um Björgólfur Thor Björgólfsson (www.btb.is) > Hrunið > Athugasemdir við
skýrslu RNA [sótt í janúar 2012].
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 136