Saga - 2012, Blaðsíða 139
mikið síðan og forsendur breyst.“34 Þá er væntanlega átt við stærð
Íslandsbanka og ekki síður hvað Kaupþing var orðið atkvæðamikið,
kannski einkum á gjaldeyrismarkaði sem sérstaklega var vísað til
þegar samruninn var bannaður 2000.
Oftast er það samt Landsbankinn sem BJB ber Búnaðarbankann
saman við. Til dæmis hvernig „fyrirtæki með skýr tengsl við
Framsóknarflokkinn keyptu kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum og
fengu til þess lán frá hinum ríkisbankanum“ borið saman við
„kaupendur að hlut ríkisins í Landsbankanum“ sem „réðu yfir er -
lendu fjármagni og greiddu kaupverðið að mestu leyti með erlend-
um gjaldeyri“ (bls. 100). Nánar tilgreint að Landsbankinn „lánaði S-
hópnum til kaupa á hlutnum í bankanum, alls sjö milljarða króna,
sem var næsta fáheyrð fjárhæð á þeim tíma. Upp lýsingum um lánið
var haldið leyndum fyrir almenningi“ (bls. 134). Þetta kemur les-
endum kannski á óvart, a.m.k. þeim sem rámar í uppljóstranir
fjölmiðla um gagnkvæmar lánveitingar við einkavæðingu bankanna
(sem á báða bóga var „haldið leyndum fyrir almenningi“ rétt eins
og hverjum öðrum bankalánum.) Þar var þó vissulega munur á.
Búnaðarbankinn lánaði ekki til Landsbankakaupanna fyrr en í apríl
2003,35 þrem mánuðum seinna en Landsbankinn hafði heitið lánum
til hinna, og var fyrsta útborgun þá þegar greidd. Þannig komu ekki
heldur til nema 35% af kaupverðinu. Gögn Búnaðarbankans benda
á miklu hærra hlutfall, en þá er talið með lán sem Samson, eignar-
haldsfélag kaupendanna, notaði til annarra þarfa þótt um það væri
samið vegna kaupa á Landsbankanum.36 Sjö milljarðar eru hins
vegar full 60% af kaupverði S-hópsins. Þar er þó þess að gæta, sbr.
hér að framan, að S-hópurinn hefur naumast notað alla þá láns-
í tröllahöndum 139
34 „Sameining forsenda fyrir árangri í bankakerfinu.“
35 Þorbjörn Þórðarson, „Halldór bað um Samson-lán“, Morgunblaðið 17. júlí 2009,
bls. 20.
36 Þetta útskýrir Björgólfur Thor Björgólfsson, „Að draga siðferðilegar ályktanir
af ófullnægjandi gögnum.“ Þar segir hann að tiltekin upphæð, sem Samson
greiddi fyrir Landsbankann í árslok 2003, hafi verið „eiginfjárframlag, í formi
lána frá hluthöfum“. Skömmu síðar samdi Samson um lán á ríflega sömu
upphæð hjá Búnaðarbankanum, þar sem tilgangurinn var „fjármögnun á
lokagreiðslu vegna kaupa lántaka á Landsbanka Íslands hf. Lántaki skuld-
bindur sig til þess að ráðstafa láninu til ofangreinds verkefnis“ (Aðdragandi og
orsakir falls íslensku bankanna 2008, 1. bindi, bls. 279). En lánið var ekki borgað
út fyrr en í apríl og upplýsir Björgólfur Thor að það „rann til annarra verk-
efna“.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 139