Saga - 2012, Page 141
Sjónarmiðið um að fá inn gjaldeyri kemur óverulega við sögu í
formlegum gögnum einkavæðingarinnar.41 Hins vegar kom það
fram af hálfu Samsonar og í röksemdum stjórnmálamanna.42 Þegar
S-hópurinn var svo tekinn fram yfir Kaldbak virtist aðild erlends
banka skipta meginmáli, einkum ef það væri hið öfluga og víð -
kunna Société générale; þar skipti máli hver útlendingurinn var,
ekki fjárhæðin sem hann færði inn í landið.43
Einn samanburður BJB er milli stjórnmálaflokkanna tveggja sem
stóðu fyrir einkavæðingu bankanna. Að hans mati voru „allt önnur
viðmið látin gilda um einkavæðingu Búnaðarbankans en einkavæð-
ingu Landsbankans“ (bls. 100). „Ljóst er að persónuleg og pólitísk
tengsl réðu för við einkavæðingu Búnaðarbankans, en við skipta leg
sjónarmið máttu sín minna“ (bls. 134). „Ljóst er að framsóknar -
ráðherrarnir höfðu tögl og hagldir við framkvæmd einkavæðingar
Búnaðarbankans, gengu mjög hart fram og hótuðu jafnvel stjórnar-
slitum“ (bls. 133). Þótt báðir flokkarnir bæru pólitíska ábyrgð sýnist
BJB að Framsókn „hafi lengst af haft undirtökin í stjórnarsamstarf-
inu“. Ekki skal ég rengja hann um að Halldór Ás grímsson hafi á end-
anum mestu ráðið um valið á kaupendum Búnaðarbankans og það
hafi allt verið hið pólitískasta mál. Á samanburðinum er hins vegar
sá hængur að þessu réð Halldór þá fyrst þegar hans menn höfðu
látið í minni pokann í keppninni um Lands bankann. Þar höfðu þá
aðrir haft undirtökin og sú ákvörðun var ekki heldur ópólitísk. Þess
vegna er samanburður BJB óþarflega svarthvítur. Hann neitar því
reyndar ekki að pólitísk sjónarmið hafi ráðið valinu á Samson, lýsir
ekki skoðun á því sjálfur en tekur upp neðanmáls hin frægu ummæli
Styrmis Gunnarssonar um „talsambandið“, þ.e.:
að Davíð [Oddssyni] hafi verið ljóst að áhrifamenn í Framsóknar -
flokknum, sem jafnframt stjórna S-hópnum, stefndu leynt og ljóst að
því að ná yfirráðum yfir Búnaðarbankanum (þótt áhugi þeirra hafi í
upphafi beinst að Landsbankanum) og að hann myndi ekki geta staðið
í tröllahöndum 141
41 Nefnt í fundargerð í ágúst að það sé „gefinn plús fyrir erlenda peninga“, sbr.
samskonar röksemd sem ráðuneyti bætir inn í minnisblað Framkvæmda -
nefndar um einkavæðingu (Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008, 1.
bindi, bls. 251, sbr. 244nm.).
42 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008, 1. bindi, bls. 272.
43 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008, 1. bindi, bls. 250–260. Það var
ekki fyrr en hinn erlendi banki reyndist á síðustu stundu svo lítill bógur sem
raun bar vitni „að þá var þó talið æskilegt að inn í þetta dæmi kæmu erlendir
peningar“, eftir því sem Davíð Oddsson rifjaði upp síðar (bls. 260).
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 141