Saga - 2012, Qupperneq 145
leysi og vopnleysi Íslands. Áberandi var þáttur menntamanna í
mót mælunum, hvort heldur voru menntamenn tengdir verkalýðs -
flokkunum tveimur eða Sjálfstæðisflokknum. Háskólamenn utan
flokka létu einnig mjög til sín taka og fór þar fremstur í flokki rektor
Háskóla Íslands, Ólafur Lárusson. Sr. Sigurbjörn Einarsson taldi
sálar heill þjóðarinnar stefnt í voða með því að tengjast þjóðum hern -
aðar og skipti þá engu hvort herveldið væri í vestri eða austri.
Draumur Íslands væri draumur kristinna manna um frið á jörð. Þar
kæmu engar málamiðlanir til greina.6
Hin mikla hugsjóna- og baráttukona Aðalbjörg Sigurðardóttir
minnti á upphaf íslensks lýðveldis:7
„Þetta gerðist (stofnun lýðveldis) að undangenginni þjóðaratkvæða -
greiðslu, sem sýndi það, að um þetta mál, sjálfstæðið, stóð íslenzka
þjóðin svo að segja sem einn maður. Þeir alþingismenn, sem nú sitja á
þingi, voru fyrst og fremst kosnir sem fulltrúar þessa eindregna þjóðar-
vilja, þess vilja að Íslendingar réðu sér og landi sínu sjálfir og það væru
íslenzk sjónarmið og íslenzk sæmd, sem réðu því, hvernið landið og
gæði þess væru hagnýtt. En einmitt þegar allt sýnist leika í lyndi,
þjóðin sammála, lýðveldið stofnað og viðurkennt, þingmenn sjálfsagt
fullir að eldmóði sjálfstæðis og ættjarðarástar, kemur þessi furðulega
frétt: Bandaríkin vilja leigja hluta af landi okkar til hernaðarbækistöðva
um langan tíma, og vika eftir viku líður án þess að Alþingi neiti slíku
tilboði.“
Álagið á æðstu ráðamenn landsins varð nær óbærilegt: Annars
vegar voru eindregnar kröfur Bandaríkjastjórnar um herstöðvar í
landinu en hins vegar ósveigjanleg afstaða íslenskrar þjóðar um að
fyrirheit lýðveldisins um nýsköpun lýðræðis yrðu efnd og mikil-
vægustu málum ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur
Thors lýsti ástandinu m.a. þannig: „Ég held að enginn stjórnmála -
maður hafi lent í meiri vanda, né Alþingi yfirleitt. Forsetinn sagðist
vera orðinn taugaveiklaður, en ég er nú fjandi hraustur ennþá, þó
margt mæði nú á úr mörgum áttum, og ekki er það skemmtilegt, að
hvorki þingið né stjórnin sinna neinu máli á meðan á þessu hefur
staðið, svo allt er í hönk.“8 Enn óx þrýstingurinn á Ólaf Thors þegar
tveir ungir þingmenn úr hans eigin flokki, Gunnar Thoroddsen og
þjóðaratkvæði, forsetavald og … 145
6 Sigurbjörn Einarsson, Draumar landsins (Reykjavík: Þórhallur Bjarnarson 1949).
7 Aðalbjörg Sigurðardóttir, „Sigríður í Brattholti“, Tímarit Máls og menningar 6:2
(1945), bls. 144–145, hér bls. 145.
8 Matthías Johannessen, Ólafur Thors — Ævi og störf II, bls. 10.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 145