Saga - 2012, Side 148
skylt að vísa samningnum til úrskurðar þjóðarinnar í almennri
atkvæðagreiðslu. Fyrir utan Hermann Jónasson tók enginn Fram -
sóknar þingmaður til máls, en vitað var að forveri hans í formanns-
sætinu, Jónas Jónsson frá Hriflu, var eldheitur stuðningsmaður bæði
samningsins og mjög náinna tengsla Íslands við Bandaríkin. Einn
þingmaður Alþýðuflokksins, Hannibal Valdimarsson, talaði þvert
gegn málflutningi eigin flokksforystu og taldi ótvírætt að um
hernaðarbækistöð væri að ræða: „Þótt ekki væri annað en það, að
Keflavíkurflugvöllurinn verður aðsetursstaður hernaðarflugvéla
sam kvæmt þessum samningi, væri það nóg til þess, að ég væri hon-
um andvígur.“14 Að fyrri umræðu lokinni var þingsályktunartillög-
unni vísað til umsagnar utanríkismálanefndar Alþingis.
Fram að umræðu Alþingis um Keflavíkursamninginn 20. sept-
ember 1946 voru átökin um málið í hefðbundnum farvegi íslenskra
stjórnmála. Þung orð féllu og jafnvel heyrðust ásakanir um lögbrot
og svik við íslenskan málstað, en allt þetta var hefðbundið. Slíkar
orðaskylmingar höfðu oftsinnis verið háðar í sal Alþingis þar sem
sátu eingöngu flokksbundnir þingmenn, 51 karlmaður og ein kona,
Katrín Thoroddsen fyrir Sósíalistaflokkinn. Eftir 20. september
breyttust leikreglur íslenskra stjórnmála til frambúðar, því að utan
veggja Alþingis og utan stjórnmálaflokkanna reis upp á stuttum
tíma fjöldahreyfing sem mótmælti samningnum. Hún taldi að
samningurinn heimilaði herstöðvar Bandaríkjamanna í landinu á
friðartímum og bryti þannig gegn yfirlýsingunni um ævarandi hlut-
leysi og vopnleysi Íslands. Sömuleiðis væri samningurinn svik við
nýgefin fyrirheit um virkan fullveldisrétt þjóðarinnar í íslensku
lýðveldi. Í lok septembermánaðar birtist opinber áskorun til Al -
þingis, frá ýmsum helstu vísinda- og listamönnum þjóðarinnar, um
að samþykkja ekki Keflavíkursamninginn. Þar fór fremstur í flokki
rektor Háskóla Íslands, Ólafur Lárusson, prófessor í lögfræði. Ekki
var látið þar við sitja heldur stofnað sérstakt félag, Þjóð varnar -
félagið, til að berjast gegn samningnum. Stofnfundurinn var hald-
inn í 1. kennslustofu Háskóla Íslands, eflaust til að undirstrika að
háskólasamfélagið styddi málstaðinn. Í stjórn voru kjörin:
— Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú.
— Bergur Jónsson, sakadómari.
— Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræðingur.
svanur kristjánsson148
14 Sama heimild, d. 206.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 148