Saga - 2012, Page 151
erindi til forseta Íslands: „Vér þúsundir Íslendinga, samankomnir á
fundi í Reykjavík 23. sept. 1946, leyfum oss að beina þeirri ósk til
yðar, herra forseti, að þér beitið áhrifum yðar gagnvart Alþingi og
farið þess á leit að þingið láti tillögu þá um samninga milli
Bandaríkja Norður-Ameríku og Íslands, sem nú liggur fyrir Alþingi,
ekki öðlast samþykki án þess hún leggist undir úrskurð þjóðarinnar
með þjóðaratkvæðagreiðslu.“20 Á degi allsherjarverkfallsins héldu
Stúdentafélag Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskóla Íslands sameig-
inlegan fund. Þar voru einnig samþykkt harðorð mótmæli gegn
samningnum sem og áskoranir til Alþingis og forseta Íslands um
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eftir útifundinn gengu fulltrúar Alþýðusambands Íslands og
verka lýðssamtakanna í Reykjavík á fund forseta Íslands og færðu
honum áskorun fundarins um þjóðaratkvæðagreiðslu. Daginn eftir
gengu stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur og Stúdentaráðs Háskóla
Íslands á fund forseta með samskonar ályktun frá almennum stúd-
entafundi. „Forsetinn kvað þetta alvörumál myndu verða tekið til
athugunar.“21
Að frumkvæði forseta Íslands boðaði forsætisráðherra til rík-
isráðsfundar í skrifstofu forsetans í Reykjavík 3. október. Auk for-
seta sátu fundinn allir ráðherrarnir sex. Þar las forsetinn upp
yfirlýsingu, þar sem sagði m.a.:22
„Úr tveim áttum hafa mjer borist fyrir nokkru tilmæli í þá átt, að jeg
beiti áhrifum mínum við Alþingi um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði
höfð um tillögu þá um samning milli Bandaríkja Norður-Ameríku og
Íslands, sem nú liggur fyrir Alþingi. Eftir rækilega íhugun hef jeg
komizt að þessari niðurstöðu: Núgildandi stjórnarskrá gjörir ekki ráð
fyrir slíkum afskiptum forseta lýðveldisins af málum, sem Alþingi fjall-
ar um. Þar af leiðandi munu þau ekki vænleg til áhrifa. Jeg tel heldur
ekki af öðrum ástæðum rjett að gjöra slíka tilraun.“
Þar með neitaði Sveinn Björnsson að beita sér fyrir þjóðaratkvæða -
greiðslu um Keflavíkursamninginn og vísaði til þess að stjórnar-
skráin gerði ekki ráð fyrir aðkomu forsetans að þingsályktunartil-
lögum. Í reynd var forsetinn að rangtúlka þær áskoranir sem til
hans var beint. Í hvorugri ályktuninni var vísað til 26. greinar stjórn-
arskrárinnar enda landsmönnum öllum fullljóst að málskotsréttur
þjóðaratkvæði, forsetavald og … 151
20 Sama heimild, bls. 6.
21 Þjóðviljinn 27. september 1946.
22 Fundargerðarbók Ríkisráðs Íslands, 72. fundur. Varðveitt á Þjóðskjalasafni.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 151