Saga - 2012, Page 152
næði einungis til lagafrumvarpa sem Alþingi hafði samþykkt.
Augljóst var einnig að enginn réði ályktunum Alþingis utan þingið
sjálft. Hins vegar var í fersku minni þjóðarinnar að Sveinn Björnsson
hafði sem ríkisstjóri lagt mikla áherslu á að þjóðarvilji væri æðri vilja
Alþingis. Þannig skrifaði hann Alþingi opinbert bréf 21. janúar 1944
þar sem hann hvatti til þess að þjóðfundur en ekki Alþingi tæki
lokaákvörðun um tillögur að stjórnarskrá lýðveldisins. Sveinn taldi
að slík málsmeðferð væri í samræmi við meginatriði stjórnskipunar
Íslands: Alþingi hefði rétt til að gera samþykktir um stjórnarskrána
en þjóðin hefði „æðri rétt“ til þess að ráða „fullnaðarúrslitum“ máls-
ins. Að hans mati myndi síðan „vera í fyllra samræmi við frumregl-
ur þjóðræðis að þjóðinni gefist kostur á að hafa áhrif á afgreiðslu
málsins, áður en fullnaðarsamþykkt er gerð um það á alþingi …“23
Tillaga Einars Olgeirssonar kvað einmitt á um að þingsályktunartil-
laga Alþingis tæki ekki gildi nema að undangengnu samþykki í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Seinni umræða um Keflavíkursamninginn fór fram á Alþingi 5.
október. Utanríkismálanefnd hafði þá lokið sinni umfjöllun.
Meirihluti nefndarinnar, skipaður þrem þingmönnum Sjálfstæðis -
flokksins og Stefáni Jóhanni Stefánssyni formanni Alþýðuflokksins,
mælti með samþykkt samningsins. Einar Olgeirsson skilaði séráliti.
Þar sagði m.a.:
„En með tilliti til þess, að með sérréttindasamningi þessum væri stjórn
Bandaríkjanna veittur möguleiki til þess að koma hér upp dulbúinni
herstöð eða ígildi herstöðvar, og íslenzka þjóðin og Alþingi hefur áður
lýst sig algerlega andvíga slíku, þá væri óhæfa að afgreiða þetta mál
nú, þvert ofan í margyfirlýstan vilja þingflokka og þjóðar í síðustu
kosningum, án þess að gefa þjóðinni kost á að leggja dóm sinn á það
með þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel þótt meiri hluti þingmanna væri
uppkastinu fylgjandi. Til þess að halda lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
þjóðarinnar í heiðri ber því að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um
þetta mál …“24
Einar taldi einnig að auðvelt væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið stæði vilji Alþingis eða forseta til þess. Sjálfur flutti Einar
viðaukatillögu við Keflavíkursamninginn, þar sem kveðið var á um
að hann tæki ekki gildi nema að undangengnu samþykki í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Einar viðurkenndi að 26. grein stjórnarskrárinnar
svanur kristjánsson152
23 Gylfi Gröndal, Sveinn Björnsson — Ævisaga (Reykjavík: Forlagið 1994), bls. 312.
24 Alþingistíðindi 1946 A, bls. 95.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 152