Saga - 2012, Side 153
um málskotsrétt forseta næði ekki til tillögu til þingsályktunar, en
fullyrti að samningurinn yrði ekki fullgiltur með samþykkt þings -
ályktunarinnar einnar. Einnig þyrfti að samþykkja lög, t.d. um skatt-
frelsi ameríska starfsliðsins. Og forseti Íslands hefði ótvíræða heim-
ild til að neita að undirrita lög. Lögleysa væri að bera ekki upp slík
lög samhliða þingsályktuninni. „Er það máske gert“, spurði Einar
Olgeirsson, „til þess að hindra möguleikann á því, að forsetinn geti
notað vald sitt til þjóðaratkvæðagreiðslu?“25 Forsætisráðherra gerði
einnig kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu að sérstöku umtalsefni
og sagði: „Þá hef ég heldur ekki séð mér fært að fallast á fram komn-
ar óskir um, að mál þetta verði lagt undir sérstakan dóm þjóðarinn-
ar með almennri þjóðaratkvæðagreiðslu. Ber margt til, en það helzt,
að það fær með engu móti staðizt, að með þessum samningi sé á
nokkurn hátt um réttindaafsal að ræða af hálfu Íslendinga. Þvert á
móti er nú landið að nýju fengið Íslendingum í hendur.“26 Emil
Jónsson, þingmaður Alþýðuflokksins og samgöngumálaráðherra,
var sammála rökum Ólafs Thors: „Það hefur verið talað um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um þennan samning, en þá fyrst verið á hana
minnzt, þegar öll önnur rök hefur þrotið. Krafan um þjóðarat -
kvæðagreiðslu er reist á röngum forsendum. Hún er byggð á því, að
hér sé um herstöðvasamning að ræða, og hún er byggð á því, að hér
sé um að ræða afsal landsréttinda. Hvort tveggja hefur komið fram
í þeim ályktunum, sem gerðar hafa verið um málið, en hvort tveggja
er rangt. Þegar af þeirri ástæðu á þjóðaratkvæðagreiðsla ekki að fara
fram.“27
Flokksbróðir Emils, Finnur Jónsson félags- og dómsmálaráð -
herra, vísaði á bug fullyrðingum Einars Olgeirssonar um að fyrir
lægju undirskriftir 8000 kjósenda og fullyrti um þær undirskriftir:
„Það liggja fyrir undirskriftir ýmissa manna, sem alls ekki hafa
kosningarétt. Þrátt fyrir svívirðingar, árásir og róg um uppkastið,
bæði í blöðum og á mannfundum, hefur aðeins fimmti hluti Reyk -
víkinga skrifað undir kröfuna um þjóðaratkvæði. Djúpar rætur hef-
ur krafan um þjóðaratkvæði ekki átt hjá þjóðinni.“28 Eysteinn
Jónsson útskýrði nefndarálit Framsóknarmanna í utanríkismála-
nefnd. Hann gagnrýndi meðferð málsins og sagði að utanríkis -
þjóðaratkvæði, forsetavald og … 153
25 Alþingistíðindi 1946 B, d. 260.
26 Sama heimild, d. 222.
27 Sama heimild, d. 247.
28 Sama heimild, d. 264.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 153