Saga - 2012, Blaðsíða 154
ráðherra, Ólafi Thors, hefði borið skylda til að ráðfæra sig við utan-
ríkismálanefnd þingsins. Eysteinn ræddi ekki kröfuna um þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Við lokaafgreiðslu Keflavíkursamningsins á Alþingi var fyrst
gengið til atkvæða um tillögu Einars Olgeirssonar um þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Með henni greiddu atkvæði 24 þingmenn: allir tíu
þingmenn Sósíalistaflokksins, allir þingmenn Framsóknarflokksins
nema Jónas Jónsson frá Hriflu og tveir nýir þingmenn Alþýðu -
flokksins, þeir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson. 27 þing-
menn voru á móti: allir 20 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sex þing-
menn Alþýðuflokksins og Jónas frá Hriflu. Barði Guðmundsson úr
Alþýðuflokki greiddi ekki atkvæði. Samningurinn sjálfur var síðan
samþykktur með 32 atkvæðum gegn 19 og skiptist þingflokkur
Framsóknarflokksins nú í tvær jafnar fylkingar. Sex þingmenn
flokksins studdu samninginn, þar á meðal Eysteinn Jónsson ritari
flokksins, en formaðurinn Hermann Jónasson leiddi hóp sjö þing-
manna á móti.
Við samþykkt Keflavíkursamningsins var stjórnarsetu Sósíalista -
flokksins lokið og 10. október 1946 baðst Ólafur Thors lausnar fyrir
sig og ráðuneyti sitt allt. Honum hafði tekist að ná ótrúlega hag -
stæðum samningum við Bandaríkjamenn, en það dugði ekki til að
halda óskaríkisstjórn hans saman eða tryggja áframhaldandi stjórn-
arforystu Sjálfstæðisflokksins. Sveinn Björnsson forseti stóð aftur á
móti uppi sem sigurvegari í valdabaráttunni í landinu. Hin nána
samvinna Íslands við Bandaríkin var innsigluð með nýjum samn-
ingi landanna og „kommúnistar“ hurfu úr ríkisstjórn Íslands. Eftir
erfiða stjórnarkreppu varð náinn samverka- og bandamaður Sveins,
Stefán Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra í samstjórn lýðræðis-
flokkanna. Þar var Sveinn enn og aftur í lykilhlutverki með því m.a.
að bjóða Stefáni Jóhanni að mynda minnihlutastjórn Alþýðuflokks -
ins eins.29 Ólafur Thors varð hins vegar að láta af störfum sem for-
sætisráðherra og tókst ekki að tryggja stjórnarforystu Sjálfstæðis -
flokksins í nýrri ríkisstjórn þótt flokkur hans hefði umtalsvert meira
svanur kristjánsson154
29 Nýsköpunarstjórnin baðst lausnar 21. október 1946 en ný stjórn var ekki
mynduð fyrr en 4. febrúar 1947 eftir lengstu stjórnarkreppu í sögu lýðveldis-
ins. Stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, í daglegu tali kölluð „Stefanía“, er
eina meirihlutastjórnin sem mynduð hefur verið undir forsæti Alþýðu -
flokksins. Forseti Íslands réð úrslitum um að formaður minnsta flokksins á
Alþingi varð forsætisráðherra, sbr. Stefán Jóhann Stefánsson, Minningar –
Síðara bindi (Reykjavík: Setberg 1967), bls. 15–27.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 154